Enn einn sigurinn hjá Vettel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2011 11:08 Vettel í kappakstrinum í dag. Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. Þetta var fyrsti Formúlu 1-kappaksturinn sem fór fram í Indlandi en Vettel, sem var fremstur á ráspól í ræsingunni, hafði forystu allan kappaksturinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Bretinn Jenson Button á McLaren varð annar en Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Félagi Vettel hjá Red Bull, Ástralinn Mark Webber, varð fimmti en gamla kempan Michael Schumacher á Mercedes sjötti. Vettel vann í dag sinn ellefta sigur á árinu og þann fimmta í síðustu sex keppnum. Hann hefur aðeins tvisvar lent neðar en öðru sæti - einu sinni í þriðja og einu sinni í fjórða. Hann er með 134 stiga forystu á næsta ökuþór, Button, og því haft ótrúlega yfirburði á árinu. Tvær keppnir eru eftir á tímabilinu, í Abu Dhabi eftir tvær vikur og svo verður lokakeppnin í Brasilíu þann 27. nóvember. Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. Þetta var fyrsti Formúlu 1-kappaksturinn sem fór fram í Indlandi en Vettel, sem var fremstur á ráspól í ræsingunni, hafði forystu allan kappaksturinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Bretinn Jenson Button á McLaren varð annar en Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Félagi Vettel hjá Red Bull, Ástralinn Mark Webber, varð fimmti en gamla kempan Michael Schumacher á Mercedes sjötti. Vettel vann í dag sinn ellefta sigur á árinu og þann fimmta í síðustu sex keppnum. Hann hefur aðeins tvisvar lent neðar en öðru sæti - einu sinni í þriðja og einu sinni í fjórða. Hann er með 134 stiga forystu á næsta ökuþór, Button, og því haft ótrúlega yfirburði á árinu. Tvær keppnir eru eftir á tímabilinu, í Abu Dhabi eftir tvær vikur og svo verður lokakeppnin í Brasilíu þann 27. nóvember.
Formúla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira