Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 94-95 Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. nóvember 2011 21:04 Ólafur Torfason var hetja Snæfells í kvöld. Háspenna var fram á síðustu sekúndu í leik Stjörnunnar og Snæfells í Lengjubikar karla í kvöld. Sigurkarfa Ólafs Torfasonar kom af vítalínunni á lokasekúndunni. Fyrir þennan leik höfðu bæði lið unnið Tindastól og þar sem aðeins þrjú lið eru í riðlinum var mikið undir í kvöld. Liðin hafa byrjað Iceland-Express deild karla ágætlega, Stjörnumenn hafa unnið 4 leiki og tapað 1 en Snæfell unnið 3 og tapað 2 til þessa. Snæfellingar komu sterkir inn í leikinn og fór þar fremstur í flokki Quincy Hankins Cole sem skoraði 7 af fyrstu 9 stigum Snæfells á fyrstu 2 mínútunum. Heimamenn voru þó aldrei langt frá og með flautukörfu Marvins Valdimarssonar var munurinn sex stig í lok fyrsta leikhluta, staðan 20-26 fyrir Snæfelli. Í öðrum leikhluta var það sama upp á nótunum, Snæfellingar alltaf með undirtökin og það fór að fara í taugarnar á heimamönnum sem lentu í villuvandræðum og var Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar ekki sáttur og lét vel í sér heyra á línunni. Snæfellingar nýttu sér það vel, gengu á lagið og juku forskot sitt í 14 stig rétt fyrir leikhlé og fóru með stöðuna 36-50 inn í hálfleik. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði Snæfells með 13 stig en í liði heimamanna var Fannar Freyr helgason stigahæstur með 10 stig. Gestirnir frá Stykkishólmi virtust ætla sér að gera út um leikinn þegar þeir skoruðu fyrstu sjö stig þriðja leikhluta og náðu muninum upp í 21 stig en þá gengu heimamenn á lagið. Þeir minnkuðu jafnt og þétt muninn út þriðja leikhluta úr 21 stigi niður í 7 stig og var staðan í lok þriðja leikhluta 66-73 fyrir Snæfell. Heimamenn héldu áfram að saxa á forskot Snæfellinga í fjórða leikhluta og náðu loks í fyrsta sinn í leiknum forystu þegar aðeins 2 mínútur og 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Snæfellingar tóku þá við sér og var hnífjafnt þegar 18 sekúndur voru eftir og Snæfell með boltann. Gestirnir keyrðu upp í sókn, klikkuðu á skotinu en dómarar leiksins dæmdu brot og steig Ólafur Torfason á línuna. Hann setti niður fyrra vítið, svellkaldur og tryggði þar með sínum mönnum sigurinn. Leiknum lauk með 95-94 sigri Snæfells sem tilla sér á topp C riðils í Lengjubikarnum og þeir geta verið sáttir með sigurinn eftir að hafa misst niður gott forskot. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði gestanna með 20 stig/8 stoðsendingar en í liði heimamanna voru Fannar Freyr Helgason og Justin Shouse með 20 stig hvor. Fannar Freyr: Vorum mjög soft í vörninniFannar Freyr í leiknum í kvöld.Mynd/Vilhelm„Við hefðum átt að byrja leikinn mun betur, við erum mjög ánægðir með seinni hálfleikinn en það er helvíti fúlt að tapa þessu," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir 94-95 tap gegn Snæfell í Lengjubikar karla í kvöld. „Við vorum mjög soft í vörninni allan fyrri hálfleikinn, við löguðum það í seinni hálfleik þegar allir stigu upp og þá spiluðum við eins og við eigum að gera." „Það er alltaf erfitt skref að þegar þú ert búinn að vera að elta allan leikinn að ná að halda áfram, það er erfitt að ná að slíta liðin frá sér í þeirri stöðu. Ég er hinsvegar á því að hefði þetta farið í framlengingu hefðum við klárað þetta." „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að við myndum koma aftur, núna er annar leikur á föstudaginn við Snæfell og við verðum bara að koma betur stemmdir í það, ná að hefna fyrir þennan leik," sagði Fannar. Jón Ólafur: Fyrri hálfleikur eins og æfingarleikurMarquis Hall og Sigurjón Örn Lárusson í baráttunni.Mynd/Vilhelm„Þetta var svolítið sérstakur leikur, fyrri hálfleikur leit eiginlega út eins og æfingarleikur. Liðin og salurinn voru róleg en það breyttist hérna í lokin," sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells eftir 95-94 sigur á Stjörnunni í kvöld. „Við fórum að slaka of mikið á þegar við náðum góðri forystu, við höfum verið að fara á hælana þegar við erum komnir í góða forystu. Það er eitthvað sem þarf að bæta, ef maður spilar vel og nær svona góðum mun þarf maður að geta haldið þessu." Snæfellingar tryggðu sér sigurinn úr víti á lokasekúndu leiksins þegar Ólafur Torfason setti niður víti. „Ég hafði fulla trú þegar Óli fór á línuna að hann myndi klára þetta, hann gerði það sem til þurfti sem var flott hjá honum." „Við þurfum að fara að koma upp góðri stemmingu hjá okkur, þegar þeir voru að vinna upp forskotið var ákveðin deyfð yfir hópnum og þar var ég sennilega fremstur í flokki. Við þurfum að bæta það og koma upp góðri stemmingu í þetta, það er ljóst," sagði Jón.Stjarnan-Snæfell 94-95 (20-26, 16-24, 30-23, 28-22)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 20/7 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Keith Cothran 17/6 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst/3 varin skot, Guðjón Lárusson 6/5 stoðsendingar.Snæfell: Marquis Sheldon Hall 20/8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 16/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Ólafur Torfason 12/8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 3/4 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Háspenna var fram á síðustu sekúndu í leik Stjörnunnar og Snæfells í Lengjubikar karla í kvöld. Sigurkarfa Ólafs Torfasonar kom af vítalínunni á lokasekúndunni. Fyrir þennan leik höfðu bæði lið unnið Tindastól og þar sem aðeins þrjú lið eru í riðlinum var mikið undir í kvöld. Liðin hafa byrjað Iceland-Express deild karla ágætlega, Stjörnumenn hafa unnið 4 leiki og tapað 1 en Snæfell unnið 3 og tapað 2 til þessa. Snæfellingar komu sterkir inn í leikinn og fór þar fremstur í flokki Quincy Hankins Cole sem skoraði 7 af fyrstu 9 stigum Snæfells á fyrstu 2 mínútunum. Heimamenn voru þó aldrei langt frá og með flautukörfu Marvins Valdimarssonar var munurinn sex stig í lok fyrsta leikhluta, staðan 20-26 fyrir Snæfelli. Í öðrum leikhluta var það sama upp á nótunum, Snæfellingar alltaf með undirtökin og það fór að fara í taugarnar á heimamönnum sem lentu í villuvandræðum og var Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar ekki sáttur og lét vel í sér heyra á línunni. Snæfellingar nýttu sér það vel, gengu á lagið og juku forskot sitt í 14 stig rétt fyrir leikhlé og fóru með stöðuna 36-50 inn í hálfleik. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði Snæfells með 13 stig en í liði heimamanna var Fannar Freyr helgason stigahæstur með 10 stig. Gestirnir frá Stykkishólmi virtust ætla sér að gera út um leikinn þegar þeir skoruðu fyrstu sjö stig þriðja leikhluta og náðu muninum upp í 21 stig en þá gengu heimamenn á lagið. Þeir minnkuðu jafnt og þétt muninn út þriðja leikhluta úr 21 stigi niður í 7 stig og var staðan í lok þriðja leikhluta 66-73 fyrir Snæfell. Heimamenn héldu áfram að saxa á forskot Snæfellinga í fjórða leikhluta og náðu loks í fyrsta sinn í leiknum forystu þegar aðeins 2 mínútur og 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Snæfellingar tóku þá við sér og var hnífjafnt þegar 18 sekúndur voru eftir og Snæfell með boltann. Gestirnir keyrðu upp í sókn, klikkuðu á skotinu en dómarar leiksins dæmdu brot og steig Ólafur Torfason á línuna. Hann setti niður fyrra vítið, svellkaldur og tryggði þar með sínum mönnum sigurinn. Leiknum lauk með 95-94 sigri Snæfells sem tilla sér á topp C riðils í Lengjubikarnum og þeir geta verið sáttir með sigurinn eftir að hafa misst niður gott forskot. Marquis Sheldon Hall var atkvæðamestur í liði gestanna með 20 stig/8 stoðsendingar en í liði heimamanna voru Fannar Freyr Helgason og Justin Shouse með 20 stig hvor. Fannar Freyr: Vorum mjög soft í vörninniFannar Freyr í leiknum í kvöld.Mynd/Vilhelm„Við hefðum átt að byrja leikinn mun betur, við erum mjög ánægðir með seinni hálfleikinn en það er helvíti fúlt að tapa þessu," sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir 94-95 tap gegn Snæfell í Lengjubikar karla í kvöld. „Við vorum mjög soft í vörninni allan fyrri hálfleikinn, við löguðum það í seinni hálfleik þegar allir stigu upp og þá spiluðum við eins og við eigum að gera." „Það er alltaf erfitt skref að þegar þú ert búinn að vera að elta allan leikinn að ná að halda áfram, það er erfitt að ná að slíta liðin frá sér í þeirri stöðu. Ég er hinsvegar á því að hefði þetta farið í framlengingu hefðum við klárað þetta." „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að við myndum koma aftur, núna er annar leikur á föstudaginn við Snæfell og við verðum bara að koma betur stemmdir í það, ná að hefna fyrir þennan leik," sagði Fannar. Jón Ólafur: Fyrri hálfleikur eins og æfingarleikurMarquis Hall og Sigurjón Örn Lárusson í baráttunni.Mynd/Vilhelm„Þetta var svolítið sérstakur leikur, fyrri hálfleikur leit eiginlega út eins og æfingarleikur. Liðin og salurinn voru róleg en það breyttist hérna í lokin," sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells eftir 95-94 sigur á Stjörnunni í kvöld. „Við fórum að slaka of mikið á þegar við náðum góðri forystu, við höfum verið að fara á hælana þegar við erum komnir í góða forystu. Það er eitthvað sem þarf að bæta, ef maður spilar vel og nær svona góðum mun þarf maður að geta haldið þessu." Snæfellingar tryggðu sér sigurinn úr víti á lokasekúndu leiksins þegar Ólafur Torfason setti niður víti. „Ég hafði fulla trú þegar Óli fór á línuna að hann myndi klára þetta, hann gerði það sem til þurfti sem var flott hjá honum." „Við þurfum að fara að koma upp góðri stemmingu hjá okkur, þegar þeir voru að vinna upp forskotið var ákveðin deyfð yfir hópnum og þar var ég sennilega fremstur í flokki. Við þurfum að bæta það og koma upp góðri stemmingu í þetta, það er ljóst," sagði Jón.Stjarnan-Snæfell 94-95 (20-26, 16-24, 30-23, 28-22)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 20/7 fráköst, Justin Shouse 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Keith Cothran 17/6 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst/3 varin skot, Guðjón Lárusson 6/5 stoðsendingar.Snæfell: Marquis Sheldon Hall 20/8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole 16/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13, Egill Egilsson 12/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Ólafur Torfason 12/8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Sveinn Arnar Davidsson 3/4 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira