Hamilton vill vinna tvö síðustu mótin 7. nóvember 2011 19:00 Lewis Hamilton, ökumaður McLaren. AP MYND: Eugene Hoshiko Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira