Valsarinn Guðjón Pétur Lýðsson kom ekkert við sögu þegar lið hans, Helsingborg, varð sænskur bikarmeistari í dag.
Helsingborg lagði þá Kalmar, 3-1, í úrslitaleiknum.
Helsingborg er einnig sænskur meistari. Guðjón Pétur hefur fá tækifæri fengið hjá liðinu síðan hann var lánaður frá Val.
Guðjón og félagar sænskir bikarmeistarar
