Arnór Smárason lagði upp eitt marka Esbjerg sem vann 4-1 heimasigur á Fredericia í dönsku b-deildinni í kvöld.
Arnór lék allan leikinn á miðju Esbjerg og lagði upp annað mark liðsins á 53. mínútu þegar hornspyrna hans rataði beint á hausinn á Mikkel Vendelbo.
Mikkel Vendelbo skoraði tvö mörk í leiknum en hin mörkin gerðu þeir Martin Braithwaite og Sören Rieks.
Esbjerg er í efsta sæti í deildinni með fimm stiga forskot á Randers en reyndar búið að leika einum leik fleira.
Arnór lagði upp mark í flottum sigri Esbjerg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
