Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn
Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir á 67. mínútu úr eina alvöru færi heimamanna en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur.
Sölvi Geir og Ragnar stóðu sig vel í leiknum en þeir spiluðu saman í miðri vörn danska liðsins. Lars Stindl fór reyndar illa með Ragnar þegar hann skoraði sigurmark Hannover á snildarlegan hátt.
FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96 og Standard Liege sem eru bæði með átta stig.
Sölvi Geir og Ragnar spiluðu 90 mínútur í tapleik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn