Miðborgarstjóri vill hærri framlög til landamæraeftirlits 3. nóvember 2011 10:02 Jakob Frímann Magnússon Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00