Skýrr kaupir allt hlutafé í Thor Data Center Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2011 18:30 Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira