Bianchi í mikilvægri vinnu með Ferrari 16. nóvember 2011 20:30 Formúlu 1 lið héldu áfram að prófa unga ökumenn um borð í bílum sínum á Abú Dabí brautinni í dag eins og í gær. Frakkinn Jean Eric Vergne a Red Bull náði aftur besta tíma á Yas Marina brautinni. Landi hans Jules Bianchi sem er varaökumaður Ferrari náði næstbesta tíma. Ökmennirnir sem eru á æfingunum hafa sumir hverjir aldrei ekið Formúlu 1 bíl áður og eru m.a. að prófa Pirelli dekk fyrir næsta ár, fyrir liðin sem þeir fá tækfiæri með. Formúlu 1 lið eru þegar farinn að huga að bílum næst árs og æfingarnar í Abú Dabí koma að notum á ýmsan hátt vegna þess. „Þetta var annar góður dagur. Ég náði að aka fjölmarga kílómetra og lauk því sem við áætluðum að prófa og gat bætt tíma minn frá því í gær. Þetta var mikilvæg vinna fyrir liðið, af því við höfum safnað saman upplýsingum sem verða mikilvægar fyrir þróun á 2012 bílnum," sagði Bianchi eftir æfinguna. Kevin Ceccon, 18 ára Ítali prófaði Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í dag með Torro Rosso. „Þetta var ótrúleg reynsla, að keyra Formúlu 1 bíl og að vinna með þessu liði. Ég er þakklátur Torro Rosso fyrir þetta frábæra tækifæri. Við náðum að ljúka mikilli vinnu í dag og að prófa hluti fyrir bílinn auk Pirelli dekkjanna fyrir næsta ár og bárum þau saman við dekk þess árs," sagði Cecoon. „Mér finnst ég hafa lært meira í dag í prófun á Formúlu 1 bíl, en á mörgum dögum í öðrum mótaröðum sem ég hef keppt í. Þetta var því lærdómsríkt og ég vonast til að taka framförum á morgun og geta hjálpað liðinu fyrir komandi tímabil," sagði Ceccon. Tímarnir í dag 1. Jean-Eric Vergne Red Bull 1:40.188 43 2. Jules Bianchi Ferrari 1:40.279 91 3. Gary Paffett McLaren 1:41.756 71 4. Valtteri Bottas Williams 1:42.367 88 5. Johnny Cecotto Force India 1:42.873 84 6. Esteban Gutierrez Sauber 1:43.637 96 7. Sam Bird Mercedes 1:43.734 94 8. Kevin Korjus Lotus Renault 1:43.776 70 9. Luiz Razia Team Lotus 1:43.944 89 10. Kevin Ceccon Toro Rosso 1:44.808 97 11. Jan Charouz HRT 1:46.644 56 12. Charles Pic Virgin 1:46.698 61 13. Nathanael Berthon Virgin 1:48.646 9 Formúla Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 lið héldu áfram að prófa unga ökumenn um borð í bílum sínum á Abú Dabí brautinni í dag eins og í gær. Frakkinn Jean Eric Vergne a Red Bull náði aftur besta tíma á Yas Marina brautinni. Landi hans Jules Bianchi sem er varaökumaður Ferrari náði næstbesta tíma. Ökmennirnir sem eru á æfingunum hafa sumir hverjir aldrei ekið Formúlu 1 bíl áður og eru m.a. að prófa Pirelli dekk fyrir næsta ár, fyrir liðin sem þeir fá tækfiæri með. Formúlu 1 lið eru þegar farinn að huga að bílum næst árs og æfingarnar í Abú Dabí koma að notum á ýmsan hátt vegna þess. „Þetta var annar góður dagur. Ég náði að aka fjölmarga kílómetra og lauk því sem við áætluðum að prófa og gat bætt tíma minn frá því í gær. Þetta var mikilvæg vinna fyrir liðið, af því við höfum safnað saman upplýsingum sem verða mikilvægar fyrir þróun á 2012 bílnum," sagði Bianchi eftir æfinguna. Kevin Ceccon, 18 ára Ítali prófaði Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í dag með Torro Rosso. „Þetta var ótrúleg reynsla, að keyra Formúlu 1 bíl og að vinna með þessu liði. Ég er þakklátur Torro Rosso fyrir þetta frábæra tækifæri. Við náðum að ljúka mikilli vinnu í dag og að prófa hluti fyrir bílinn auk Pirelli dekkjanna fyrir næsta ár og bárum þau saman við dekk þess árs," sagði Cecoon. „Mér finnst ég hafa lært meira í dag í prófun á Formúlu 1 bíl, en á mörgum dögum í öðrum mótaröðum sem ég hef keppt í. Þetta var því lærdómsríkt og ég vonast til að taka framförum á morgun og geta hjálpað liðinu fyrir komandi tímabil," sagði Ceccon. Tímarnir í dag 1. Jean-Eric Vergne Red Bull 1:40.188 43 2. Jules Bianchi Ferrari 1:40.279 91 3. Gary Paffett McLaren 1:41.756 71 4. Valtteri Bottas Williams 1:42.367 88 5. Johnny Cecotto Force India 1:42.873 84 6. Esteban Gutierrez Sauber 1:43.637 96 7. Sam Bird Mercedes 1:43.734 94 8. Kevin Korjus Lotus Renault 1:43.776 70 9. Luiz Razia Team Lotus 1:43.944 89 10. Kevin Ceccon Toro Rosso 1:44.808 97 11. Jan Charouz HRT 1:46.644 56 12. Charles Pic Virgin 1:46.698 61 13. Nathanael Berthon Virgin 1:48.646 9
Formúla Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira