Vettel: Mjög ánægður með að ná besta tíma 12. nóvember 2011 21:16 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í Abú Dabí í dag. AP MYND: Hassan Ammar Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira