Sport

Viktor og Bjarki eiga möguleika á verðlaunum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir.
Viktor Kristmannsson og Thelma Rut Hermannsdóttir. Mynd/Vilhelm
Íslenska fimleikafólkið er að gera góða hluti á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem haldið er í Uppsala Svíþjóð en þar keppa tíu þjóðir.

Í gær var keppt í liðakeppni og fjölþraut. Stelpurnar okkar náður frábærum árangri og lentu í þriðja sæti með 140,05 stig en Svíþjóð sigraði með nokkrum yfirburðum með 152,5 stig.

Íslenska liðið var skipað þeim Thelmu Rut Hermannsdóttur, Agnesi Suto, Hildi Ólafsdóttur, Dominiqua Ölmu Belányi og Freyju Húnfjörð Jósepsdóttur. Thelma náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjölþraut.

Strákarnir stóðu sig einnig mjög vel og lentu í fjórða sæti aðeins 1,2 stigum á eftir Svíþjóð í 3. sæti. Liðið var skipað þeim Viktori og Róberti Kristmannssonum,  Ólafi Garðari Gunnarssyni, Bjarka Ásgeirssyni og Brynjari Wilhelm Jochumssyni.

Úrslit á einstökum áhöldum fer svo fram í dag og þar eiga Viktor Kristmannsson og Bjarki Ásgeirsson möguleika á verðlaunum ef marka má frammistöðu þeirra í gær.

Viktor tryggði sér sæti í úrslitum á þremur áhöldum. Hann komst í úrslit á hringjum þar sem hann er þriðji inn, á tvíslá þar sem hann er í annar inn og á svifrá þar sem hann er sjötti inn.  Bjarki Ásgeirsson er þriðji inn á bogahesti og á góða möguleika á verðlaunum líkt og Viktor.

Róbert er í 7.-8. inn á bogahesti og áttundi inn á svifrá. Ólafur er líka 7-8 á bogahest og áttundi inn á hringjum. Stelpurnar eiga fulltrúa á öllum áhöldum nema í stökki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×