Sport

Bryndís Rún með Íslandsmet í 50 metra flugsundi - Eygló með tvö gull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Bryndís Rún Hansen eru að synda vel í Laugardalslauginni um helgina.
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Bryndís Rún Hansen eru að synda vel í Laugardalslauginni um helgina. Mynd/Anton
Bryndís Rún Hansen, sem er úr Vestra en keppir fyrir norska félagið Bergensvømmerne, setti nýtt Íslandsmet þegar hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 50 metra flugsundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Laugardalslauginni.

Bryndís synti á 27,04 sekúndum en hún átti gamla metið sjálf sem var 27.20 sekúndur. Eygló Ósk Gústafsdóttir setti eins og áður hefur komið fram tvö Íslandsmet í 100 metra baksundi í dag, bæði í undanrásum og úrslitum þar sem hún synti fyrst íslenskra kvenna 100 metra baksund á undir einni mínútu.

Eygló Ósk vann einnig gullverðlaun í 200 metra skriðsundi kvenna þar sem hún synti á 2:00.25 mínútum sem var aðeins frá Íslandsmetinu en dugði til að setja nýtt stúlknamet því Eygló er aðeins sextán ára gömul.

Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi, Karen Sif Vilhjálmsdóttir úr SH, Kolbeinn Hrafnkelsson úr SH og Anton Sveinn McKee úr Ægi voru öll að vinna sitt annað gull á mótinu í dag.

Hér fyrir neðan má sjá Íslandsmeistara dagsins.

Íslandsmeistararnir í kvöld:

400 Fjórsund kvenna - Salome Jónsdóttir, ÍA [4:53.57 mínútur]

400 Fjórsund karla - Daniel Hannes Pálsson, Fjölni [4:41.51 mínútur]

100 metra baksund kvenna - Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi [59.81 sekúndur, Íslandsmet]

100 metra baksund karla  - Kolbeinn Hrafnkelsson, SH [56.75 sekúndur]

100 metra bringusund kvenna - Karen Sif Vilhjálmsdóttir, SH [1:11.10 mínútur]

100 metra bringusund karla - Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi [1:00.76 mínútur]

50 metra flugsund kvenna - Bryndís Rún Hansen, BERG [27.04 sekúndur, Íslandsmet]   

50 metra flugsund karla - Ágúst Júlíusson , ÍA [25.22 sekúndur]

200 metra skriðsund kvenna - Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi [2:00.25 mínútur, stúlknamet]

200 metra skriðsund karla - Anton Sveinn McKee, Ægi [1:50.93 mínútur]   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×