Stefán: Við megum ekki hlusta á fólkið í kringum okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2011 16:00 Stefán Arnarson, þjálfari Vals. Mynd/Daníel Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var óhress með margt þrátt fyrir 32-25 sigur Vals á HK í toppslag í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Stefán skilur ekkert í umræðunni um Valsliðið og segir það heldur ekki boðlegt hvað liðin eru að spila fáa leiki í deildini í vetur. „Við spiluðum sóknarleikinn ágætlega í þessum leik og hraðaupphlaupin voru fín. Varnarleikurinn var vægast sagt mjög slakur hjá okkur," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í samtali við Guðmund Marinó Ingvarsson í útsendingu Sporttv frá leiknum. Valsliðið lagði grunn að sigrinum með því að breyta stöðunni úr 7-7 í 13-7 eftir leikhlé frá Stefáni. „Við erum að spila okkar fimmta leik í vetur og þeir hafa allir verið svona. Það þarf stundum að vekja þær. Það háir okkur svolítið er þessi umræða sem er búin að vera um Valsliðið því út af henni er ekki einbeiting allan leikinn," sagði Stefán. „Leikurinn var aldrei í neinni hættu og við vorum með þennan leik í okkar höndum. Við vorum ekki að spila næginlega góða vörn og þess vegna var HK lengur inn í leiknum en við ætluðum okkur," sagði Stefán en hann er óhress með að allir séu búnir að spá Valsliðinu öruggum sigri í vetur. „Ég átta mig ekki alveg á þessarri umræðu um Valsliðið en við erum vissulega með gott lið. 2010 var okkur spáð þriðja sætinu og í fyrra var okkur spáð öðrum sæti en við unnum í bæði skiptin," sagði Stefán og bætti við: „Fram var spáð fyrsta sætinu ífyrra og þær voru með sex landsliðsmenn. Nú erum við með sex landsliðsmenn og er spáð titlinum. Ég skil ekki alveg þessi rök," sagði Stefán. „Við erum með gott lið en Fram er líka með feykigott lið og HK og Stjarnan eru líka með fín lið. Þeir sem hafa verið íþróttum lengi vita að það er ekkert sjálfgefið í íþróttum. Ég hef nefnt góð dæmi um það," sagði Fram. „Í fyrra var Fram spáð tilinum með sex landsliðsmenn en hvað gerðist? Það er ekki sjálfgefið að Valur vinni titla í vetur. Við megum ekki hlusta á fólkið í kringum okkur og þurfum að vinna betur í okkar leik," sagði Stefán. „Við erum að spila okkar fimmta leik og erum að spila leik á tveggja vikna fresti. Þá er erfitt að slípa liðið saman og það á við öll liðin í deildinni. Nú eru sex leikmenn hjá mér að fara í landsliðsverkefni og erum búnar að spila 5 til 6 leiki í allan vetur. Þetta er ekki boðlegt," sagði Stefán. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var óhress með margt þrátt fyrir 32-25 sigur Vals á HK í toppslag í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Stefán skilur ekkert í umræðunni um Valsliðið og segir það heldur ekki boðlegt hvað liðin eru að spila fáa leiki í deildini í vetur. „Við spiluðum sóknarleikinn ágætlega í þessum leik og hraðaupphlaupin voru fín. Varnarleikurinn var vægast sagt mjög slakur hjá okkur," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í samtali við Guðmund Marinó Ingvarsson í útsendingu Sporttv frá leiknum. Valsliðið lagði grunn að sigrinum með því að breyta stöðunni úr 7-7 í 13-7 eftir leikhlé frá Stefáni. „Við erum að spila okkar fimmta leik í vetur og þeir hafa allir verið svona. Það þarf stundum að vekja þær. Það háir okkur svolítið er þessi umræða sem er búin að vera um Valsliðið því út af henni er ekki einbeiting allan leikinn," sagði Stefán. „Leikurinn var aldrei í neinni hættu og við vorum með þennan leik í okkar höndum. Við vorum ekki að spila næginlega góða vörn og þess vegna var HK lengur inn í leiknum en við ætluðum okkur," sagði Stefán en hann er óhress með að allir séu búnir að spá Valsliðinu öruggum sigri í vetur. „Ég átta mig ekki alveg á þessarri umræðu um Valsliðið en við erum vissulega með gott lið. 2010 var okkur spáð þriðja sætinu og í fyrra var okkur spáð öðrum sæti en við unnum í bæði skiptin," sagði Stefán og bætti við: „Fram var spáð fyrsta sætinu ífyrra og þær voru með sex landsliðsmenn. Nú erum við með sex landsliðsmenn og er spáð titlinum. Ég skil ekki alveg þessi rök," sagði Stefán. „Við erum með gott lið en Fram er líka með feykigott lið og HK og Stjarnan eru líka með fín lið. Þeir sem hafa verið íþróttum lengi vita að það er ekkert sjálfgefið í íþróttum. Ég hef nefnt góð dæmi um það," sagði Fram. „Í fyrra var Fram spáð tilinum með sex landsliðsmenn en hvað gerðist? Það er ekki sjálfgefið að Valur vinni titla í vetur. Við megum ekki hlusta á fólkið í kringum okkur og þurfum að vinna betur í okkar leik," sagði Stefán. „Við erum að spila okkar fimmta leik og erum að spila leik á tveggja vikna fresti. Þá er erfitt að slípa liðið saman og það á við öll liðin í deildinni. Nú eru sex leikmenn hjá mér að fara í landsliðsverkefni og erum búnar að spila 5 til 6 leiki í allan vetur. Þetta er ekki boðlegt," sagði Stefán.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira