Sex ökumenn sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1 keppa í íþróttinni á næsta ári. Það hefur ekki komið fyrir áður að jafn margir Formúlu 1 meistarar aki í mótaröðinni á sama keppnistímabili, en keppt hefur verið í Formúlu 1 síðan 1950.
Þetta er ljóst eftir að tilkynnt var að Kimi Raikkönen keppir með Lotus Renault liðinu á næsta ári. Raikkönen hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009, en hann varð meistari með Ferrari árið 2007.
Hinir ökumennirnir sem hafa orðið meistarar og keppa á næsta ári eins og í ár eru Michael Schumacher, Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel, núverandi meistari.
Schumacher er sjölfaldur meistari og varð fyrst meistari árið 1994 og bætti titli í safnið 1995, 1997, 2001, 2002, 2003 og 2004.
Alonso varð meistari 2005 og 2006 og Vettel hefur einnig orðið meistari tvisvar, fyrst 2010 og svo aftur í ár. Hamilton varð meistari 2008 og Button 2009.
