Danskir fjölmiðlar eru greinilega búnir að finn blóraböggul verði þeir óheppnir með riðil þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni EM 2012 á föstudaginn. Peter Schmeichel, fyrrum fyrirliði danska landsliðsins og leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi, mun nefnilega taka þátt í drættinum.
Það er ljóst að Danir gætu orðið mjög heppnir og lent í riðli með Póllandi, Grikklandi og Rússlandi. Þeir gætu líka verið afar óheppnir og lent í riðli með Spáni, Þýsklandi og Portúgal.
DR slær því þannig upp á vefsíðu sinni að Schmeichel geti orðið böðull danska landsliðsins. Peter Schmeichel var í stóru hlutverki í danska landsliðinu þegar liðið varð Evrópumeistari í Svíþjóð 1992.
„Það er mikill heiður fyrir mig að fá að taka þátt í drættinum fyrir Evrópukeppnina. Evrópukeppnin hefur alltaf haft mikil áhrif á mig og það var á EM 1992 sem ég náði kannski mínum stærsta sigri á mínum fótboltaferli. Ég veit því hvað það þýðir að keppa fyrir hönd minnar þjóðar á Evrópumóti," sagði Peter Schmeichel.
Danskir fjölmiðlar: Schmeichel getur orðið böðull danska landsliðsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn

Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho
Enski boltinn


