Norsku úrvalsdeildinni lauk í dag þegar lokaumferðin fór fram. Átta leikir fóru fram í Noregi í dag, en Molde hafði tryggt sér meistaratitilinn fyrir nokkru.
Rosenborg sigraði Viking á heimavelli 3-2, en Indriði Sigurðsson lék allan leikinn í liði Viking. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður fyrir félagið.
Tromsø rótburstaði Start 6-1 á útivelli, en Mustafa Abdellaoue gerði þrennu fyrir Tromsø sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Start féll niður í aðra deild eftir að hafa lent í næstneðsta sæti.
Sogndal gerði sér lítið fyrir og sigraði Noregsmeistarana í Molde 2-1 á heimavelli en Tore André Flo gerði bæði mörk Sogndal.
Vålerenga sigraði Stabæk 2 – 0 á heimavelli, en þeir Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson léku allan leikinn fyrir Stabæk. Veigar Páll Gunnarsson kom inná sem varamaður í liði Vålerenga. Vålerenga hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar en Stabæk í því tíunda.
Úrslit dagsins í Noregi:
Rosenborg – Viking 3 - 2
Start - Tromsø 1 - 6
Sarpsborg 08 - Odd Grenland 3 - 2
Sogndal - Molde 2 - 1
Haugesund – Strømsgodset 5 - 1
Lillestrøm - Fredrikstad 0 - 0
Vålerenga – Stabæk 2 - 0
Aalesund – Brann 3 - 1
Norsku deildinni lauk í dag með átta leikjum - Úrslit dagsins
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
