Eyjólfur Héðinsson var á skotskónum fyrir lið sitt SönderjyskE sem lagði Lyngby, 3-1, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Eyjólfur lék á miðjunni með Húsvíkingnum Hallgrími Jónassyni. SönderjyskE reif sig aðeins frá liðunum í fallsæti með þessum sigri.
Meistarar FCK unnu nauman 2-1 sigur á botnliði Köge. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson léku allan leikinn í miðri vörn FCK sem er með fjögurra stiga forskot á toppnum.
Sigrar hjá FCK og SönderjyskE - Eyjólfur skoraði
