Vettel ánægður eftir hafa slegið met 26. nóvember 2011 21:48 Sebastian Vettel fagnar á tákrænan hátt í Brasilíu í dag eftir að hafa náð besta tíma í lokaumferð tímatöku í fimmtánda skipti á árinu. AP MYND: Getty Images/Clive Mason Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar. Árið 1992 setti Mansell met þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku, en þá voru 16 Formúlu 1 mót á dagskrá, en þau eru 19 í ár. Vettel jafnaði met Mansell í tímatökunni í Abú Dabí fyrir hálfum mánuði. Hann sló síðan metið í dag með því að ná besta tíma í lokaumferð tímatökunnar og verður því fremstur á ráslínu í fimmtánda skipti á árinu í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu á morgun. „Það er nokkuð sérstakt að slá metið. Mansell náði metinu í 3-4 færri mótum, en samt sem áður að þá hefur þetta verið ótrúlegt ár hjá okkur og ótrúlegt ferðalag og það er ekki búið. Það er annar kafli á morgun og ég er mjög ánægður", sagði Vettel á fréttamannafundinum eftir keppni. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Brasilíu á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag og verður hún í opinni dagskrá. Þátturinn Við endamarkið er síðan á dagskrá kl. 19.45, þar sem fjallað verður um mótið. Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar. Árið 1992 setti Mansell met þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku, en þá voru 16 Formúlu 1 mót á dagskrá, en þau eru 19 í ár. Vettel jafnaði met Mansell í tímatökunni í Abú Dabí fyrir hálfum mánuði. Hann sló síðan metið í dag með því að ná besta tíma í lokaumferð tímatökunnar og verður því fremstur á ráslínu í fimmtánda skipti á árinu í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu á morgun. „Það er nokkuð sérstakt að slá metið. Mansell náði metinu í 3-4 færri mótum, en samt sem áður að þá hefur þetta verið ótrúlegt ár hjá okkur og ótrúlegt ferðalag og það er ekki búið. Það er annar kafli á morgun og ég er mjög ánægður", sagði Vettel á fréttamannafundinum eftir keppni. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Brasilíu á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag og verður hún í opinni dagskrá. Þátturinn Við endamarkið er síðan á dagskrá kl. 19.45, þar sem fjallað verður um mótið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira