Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, gefur ekki mikið fyrir þær fullyrðingar að hann þurfi hjálp í starfi sínu á Stamford Bridge en Chelsea-liðið hefur tapað fjórum af sex síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.
Enskir fjölmiðlar hafa ýjað að því að Guus Hiddink verði ráðinn til Chelsea til þess að aðstoða portúgalska stjórann en Villas-Boas hefur verið gagnrýndir fyrir bæði leikstíl og leikmannaval sitt.
„Ég er ekki sammála því að ég þurfi hjálp. Ég er ekki að fara að leysa vandamálin upp og á mitt einsdæmi því ég ætla að leysa þau með góðum hópi fólks og með mínum leikmönnum," sagði Andre Villas-Boas.
„Ég held í trúna á mig sjálfan og trúna á mína leikmenn," sagði Villas-Boas sem segist hafa enn stuðning frá eigandanum Roman Abramovich. Chelsea hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum á marki á lokamínútunum þar sem að liðið hafði áður fengið góð færi til að tryggja sér sigur.
„Það er til svokallaður Fergie-tími í leikjunum og Manchester United er mjög öflugt í að nýta sér þann tíma vel. Það er bara þannig í fótbolta að það skiptir öllu að halda einbeitingunni á lokamínútunum," sagði Villas-Boas.
Villas-Boas: Það er til svokallaður Fergie-tími í leikjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn