Lárus Welding hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um afbrot þegar hann starfaði hjá Glitni samkvæmt frétt RÚV. Fulltrúar sérstaks saksóknara handtóku nokkra lykilstarfsmenn sem unnu hjá Glitni fyrir hrun í dag. Minnsta kosti þrír voru handteknir og tugur yfirheyrður.
Hinir grunuðu voru yfirheyrðir eftir hádegi en rannsókn embættisins snýr að lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf. Meðal annars Stím-málinu svokallaða.
Alls tóku um 60 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðunum. Málin eru tíu sem eru til rannsóknar í tengslum við handtökurnar, og um háar fjárhæðir er að tefla, samkvæmt tilkynningu sem embætti sérstaks saksóknara sendu frá sér í dag.
Lárus var færður fyrir dómara og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðahald. Frétt RÚV um málið.
Lárus Welding úrskurðaður í gæsluvarðhald
Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni
Viðskipti innlent
