Tottenham tapaði á heimavelli - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2011 14:06 Stuðningsmenn PAOK fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3 Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira
Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira