Rúrik Gíslason og félagar í OB völtuðu yfir lið Hallgríms Jónassonar og Eyjólfs Héðinssonar, SönderjyskE, í danska boltanum í kvöld. Lokatölur 0-4.
Bashkim Kadrii skoraði þrennu fyrir OB og Peter Utaka skoraði einnig eitt mark. Rúrik lagði upp þriðja mark leiksins.
Allir Íslendingarnir spiluðu allan leikinn fyrir sín lið.
OB er í áttunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en SönderjyskE er í sætinu þar fyrir neðan.
Auðvelt hjá Rúrik og félögum

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

