"Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu" ræður ekki við dollar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2011 22:00 „Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira
„Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira
Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37
"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00