Nokkrir íslenskir skíðamenn voru á ferðinni í Evrópu í gær og þar náði María Guðmundsdóttir besta árangrinum á FIS-móti í Svíþjóð.
María hafnaði í tíunda sæti af 130 keppendum í stórsvigi en Fanney Guðmundsdóttir varð í 41. sæti. Sigurgeir Halldórsson keppti í karlaflokki en kláraði ekki.
Á Ítalíu var Jakob Helgi Bjarnason að keppa í svigi á juniormoti en þar er aldurstakmark 18 ára. Hann endaði í 11.sæti af 125 keppendum sem hófu keppni.
María náði tíunda sæti í Svíþjóð

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

