Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingar vilja hætta við málið Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2011 18:30 Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar. Landsdómur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja þingsályktunartillögu um að draga málshöfðun á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi til baka. Tveir ráðherrar Vinstri grænna eru sagðir íhuga að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja hjá. Gríðarleg ólga er vegna málsins í þinginu en afar ólíklegt er að málið komist á dagskrá. Þorbjörn Þórðarson. Hart var tekist á um málið á þingsflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi, en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður tillöguna og hefur legið undir nokkurri gagnrýni þingflokksfélaga sinna fyrir vikið. Þá hefur fréttastofan jafnframt heimildir fyrir því að bæði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugi að ljá málinu hlutleysi sitt með því að sitja já, en þeir tveir hafa myndað eins konar bandalag í þingflokknum ásamt Guðfríði Lilju. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í Klinkinu í dag en hann greiddi atkvæði gegn málshöfðun á hendur Geir á sínum tíma. Hann segir málið mjög sérkennilegt og að það hafi komið inn á þingið eins og þrum úr heiðskýru lofti. Aðspurður segist hann ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann styðji málið komi það fyrir þingið. En kemst málið á dagskrá? Það er algjörlega óvíst. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vilja trúa því að menn haldi því frá þingsalnum. Hann segir að stuðningur sé við málið úr fleiri en einum flokki og að í báðum stjórnarflokkum séu menn sem vilji sjá það fram ganga. Bjarni segir að málið sé alls ekki unnið í samráði við Geir Haarde. Hann hafi hinsvegar greint honum frá því að það yrði lagt fram. Samkvæmt athugun fréttastofu styðja að kosti fjórir þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillöguna en þeir vilja þó ekki koma fram undir nafni.Hver eru réttaráhrifin? En hver eru réttaráhrif þess að Alþingi samþykkir að fella málið niður? Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, baðst undan viðtali í dag. Aðspurð sagði hún ekki liggja fyrir hver réttaráhrifin yrðu en hún sagðist vilja bíða og sjá hvort þingsályktunin næði fram að ganga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst yrði saksóknari bundinn af ákvörðun Alþingis enda var það Alþingi sem hóf málshöfðun með atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Hún þyrfti hins vegar sjálf að taka slíka ákvörðun enda getur löggjafinn ekki gefið henni bindandi fyrirmæli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mjög ólíklegt að málið komist á dagskrá þingsins en það ræðst þó af samkomulagi formanna flokkanna. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sagði að málið væri liður í spunastríði Sjálfstæðismanna og snérist eingöngu um að finna veikan punkt á ríkisstjórnarsamstarfinu en ekki hagsmuni Geirs Haarde. Hvorki Geir sjálfur né Andri Árnason, verjandi hans, vilja tjá sig um efni þingsályktunartillögunnar.
Landsdómur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira