Hülkenberg og Di Resta keppa með Force India 2012 16. desember 2011 17:00 Nico Hülkenberg verður keppnisökumaður Force India á næsta ári, eftir að hafa verið varaökumaður liðsins í ár. MYND: FORCE INDIA Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári. Formúla Íþróttir Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira