Innlent

Bjarni leggur til að málshöfðun gegn Geir Haarde verði felld niður

Bjarni Benediktssson formaður Sjálfstæðisflokksins lagði í gærkvöldi fram þingsályktunartillögu á Alþingi, í eigin nafni, um að málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi, verði felld niður.

Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að þær forsendur, sem meirihluti Alþingi gaf sér fyrir málareksturinn, hafi brostið þegar Landsdómur vísaði frá stærstu ákæruliðum málsins.

Bjarni telur að stuðningur sé við tillöguna í öllum flokkum, en Björn Valur Gíslason í Vinstri grænum segir að tillagan janfgildi því að afneita hruninu, og þá sé alveg eins hægt að setja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í tætarann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×