Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-20 Kristinn Páll Teitsson í DB Schenkenhalle skrifar 15. desember 2011 11:17 Gylfi Gylfason. Mynd/Stefán Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira