Staða átta Formúlu 1 ökumanna óljós fyrir 2012 15. desember 2011 10:42 Fjórir fremstu ökumennirnir á þessari mynd eru með sæti á næsta ári. Jamie Alguersuari, sem er lengst til vinsttri í hópnum fyrir aftan fékk ekki samning á næsta ári með Torro Rosso, Rubens Barrichello hefur ekki verið staðfestur sem ökumaður Williams, en Pastor Maldonado verður áfram hjá liðinu. MYND: LAT PHOTOGRAHIC/ANDREW FERRARO Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er. Torro Rosso ákvaðu að ráða nýliðann Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo í stað Jamie Alguersuari og Sebastian Buemi, þannig að þeir síðarnefndu hafa ekki sæti á næsta ári sem keppnisökumenn svo vitað sé. Force India liðið hefur ekki tilkynnt hvaða ökumenn verða hjá liðinu 2012, en Paul di Resta og Adrian Sutil óku bílum liðsins í mótum á liðnu keppnistímabili. Nico Hülkenberg var varaökumaður liðsins á þessu ári. Williams tilkynnti á dögunum að Pastor Maldonado yrði áfram hjá liðinu. Staða Rubens Barrichello hvað áframhaldandi störf hjá Williams er óljós, en Vatteli Bottas var ráðinn varaökumaður liðsins fyrir skömmu. Barrichello vill halda áfram og keppa tuttugsta árið í röð í Formúlu 1, en er ekki með samning fyrir næsta ár. Bruno Senna, sem var ökumaður Renault verður ekki áfram keppnisökunmaður liðsins, né Vitaly Petrov, sem var þó með samning fyrir næsta ár. Kimi Raikkönen og Romain Grosjean hafa verið ráðnir ökumenn Renault liðsins í þeirra stað, en liðið mun heita Lotus Renault á næsta ári. Nýliðinn Charles Pic mun aka með Virgin liðinu í stað Jerome d´ Ambrosio, Virgin mun heita Marussia á næsta ári. Viantonio Liuzzi er sagður með samning við HRT liðið á næsta ári, en hefur samt ekki verið staðfestur sem ökumaður liðsins. Pedro de la Rosa hefur verið tilkynntur sem ökumaður HRT liðsins næstu tvö árin. Að neðan má sjá lista yfir þá ökumenn sem kepptu á þessu ári, en hafa ekki verið tilkynntir formlega sem keppnisökumenn og hjá hvaða liðum þeir óku með á liðnu tímabili. Adrian Sutil, Force India Bruno Senna, Renault Jamie Alguersuari, Torro Rosso Jerome d´Ambrosio, Virgin Paul di Resta, Force India Rubens Barrichello. Williams Sebastian Buemi, Torro Rosso Vinatonio Liuzzi, HRT Formúla Íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er. Torro Rosso ákvaðu að ráða nýliðann Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo í stað Jamie Alguersuari og Sebastian Buemi, þannig að þeir síðarnefndu hafa ekki sæti á næsta ári sem keppnisökumenn svo vitað sé. Force India liðið hefur ekki tilkynnt hvaða ökumenn verða hjá liðinu 2012, en Paul di Resta og Adrian Sutil óku bílum liðsins í mótum á liðnu keppnistímabili. Nico Hülkenberg var varaökumaður liðsins á þessu ári. Williams tilkynnti á dögunum að Pastor Maldonado yrði áfram hjá liðinu. Staða Rubens Barrichello hvað áframhaldandi störf hjá Williams er óljós, en Vatteli Bottas var ráðinn varaökumaður liðsins fyrir skömmu. Barrichello vill halda áfram og keppa tuttugsta árið í röð í Formúlu 1, en er ekki með samning fyrir næsta ár. Bruno Senna, sem var ökumaður Renault verður ekki áfram keppnisökunmaður liðsins, né Vitaly Petrov, sem var þó með samning fyrir næsta ár. Kimi Raikkönen og Romain Grosjean hafa verið ráðnir ökumenn Renault liðsins í þeirra stað, en liðið mun heita Lotus Renault á næsta ári. Nýliðinn Charles Pic mun aka með Virgin liðinu í stað Jerome d´ Ambrosio, Virgin mun heita Marussia á næsta ári. Viantonio Liuzzi er sagður með samning við HRT liðið á næsta ári, en hefur samt ekki verið staðfestur sem ökumaður liðsins. Pedro de la Rosa hefur verið tilkynntur sem ökumaður HRT liðsins næstu tvö árin. Að neðan má sjá lista yfir þá ökumenn sem kepptu á þessu ári, en hafa ekki verið tilkynntir formlega sem keppnisökumenn og hjá hvaða liðum þeir óku með á liðnu tímabili. Adrian Sutil, Force India Bruno Senna, Renault Jamie Alguersuari, Torro Rosso Jerome d´Ambrosio, Virgin Paul di Resta, Force India Rubens Barrichello. Williams Sebastian Buemi, Torro Rosso Vinatonio Liuzzi, HRT
Formúla Íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira