Formúlu 1 meistaraliðinu fagnað á heimaslóðum 11. desember 2011 14:30 Mark Webber og Sebastian Vettel óku um götur Milton Keynes og fögnuðu árangri Red Bull liðsins með Red Bill liðinu og áhangendum þess. MYND: Getty Images/Vladimir Rys Um 60.000 manns fögnuðu Formúlu 1 meistaraliði Red Bull í Milton Keynes í Bretlandi í gær þegar meistari ökumanna, Sebastian Vettel og Mark Webber óku bílum liðsins á götum bæjarins. Red Bull liðið er með aðsetur í bænum. Ökumennirnir tveir og Christian Horner, yfirmaður liðsins tóku á móti verðlaunum á verðlaunahátið FIA, alþjóðabílasambandsins í Nýju Delí í Indlandi á föstudagskvöld. Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna og Horner á móti heimsmeistarabikar bílasmiða fyrir hönd Red Bull liðsins og Webber tók við verðlaunum fyrir að ná þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Þó Red Bull liðið keppi sem austurrískt lið og sé í eigu austurríska drykkjafyrirtækisins Red Bull, eru höfuðstöðvar liðsins í Milton Keynes þar sem bílarnir eru hannaðir og smíðaðir. Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull liðsins var með Vettel, Webber og Horner í för á verðlaunahátíðinni í Indlandi og fagnaði síðan með þeim og liðinu og almenningi í Milton Keynes í gær. Viðburðurinn í gær var skipulagður til að þakka starfsmönnum Red Bull samstarfið, fjölskyldum þeirra og heimamönnum í Milton Keynes. Webber býr skammt frá höfuðstöðvum Red Bull að eigin sögn og hann sagði gott að gefa eitthvað tilbaka til heimamanna. „Ég þekki hringtorgin hérna eftir að hafa ekið á um þær á götubíl, en það var dálítið annað að fara þau á Formúlu 1 bíl! Það var góð stemmning, sólin skein og það var gott fyrir alla að komast svona nærri bílunum. Það var frábært að Red Bull þakkaði áhangendum fyrir á þennan hátt", sagði Webber um viðburðinn í gær. Vettel sagði frábært að vera í Milton Keynes þar sem bílarnir eru smíðaðir og þar sem starfsmenn liðsins starfa og þakka fyrir og sjá áhangendur frá svæðinu. „Við vildum skemmta fólki og ég vona að það hafi verið reyndin. Þetta var skemmtileg leið til að ljúka tímabilinu", sagði Vettel. Horner sagði að stórkostlegt að aka Formúlu 1 bílum gegnum Milton Keynes, en margir af starfsmönnum liðsins búa í næsta nágrenni og hann sagði að það hefði verið upplífgandi að sjá hve margir mættu til að fagna árangri liðsins. „Án áhorfenda væri ekki Formúla 1, né Red Bull, þannig að það er gott að gefa tilbaka og fagna tvöföldum meistaratitili á þessu ári", sagði Horner og þakkaði yfirvöldum í bænum fyrir að leyfa uppákomuna í gær. Formúla Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Um 60.000 manns fögnuðu Formúlu 1 meistaraliði Red Bull í Milton Keynes í Bretlandi í gær þegar meistari ökumanna, Sebastian Vettel og Mark Webber óku bílum liðsins á götum bæjarins. Red Bull liðið er með aðsetur í bænum. Ökumennirnir tveir og Christian Horner, yfirmaður liðsins tóku á móti verðlaunum á verðlaunahátið FIA, alþjóðabílasambandsins í Nýju Delí í Indlandi á föstudagskvöld. Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna og Horner á móti heimsmeistarabikar bílasmiða fyrir hönd Red Bull liðsins og Webber tók við verðlaunum fyrir að ná þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Þó Red Bull liðið keppi sem austurrískt lið og sé í eigu austurríska drykkjafyrirtækisins Red Bull, eru höfuðstöðvar liðsins í Milton Keynes þar sem bílarnir eru hannaðir og smíðaðir. Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull liðsins var með Vettel, Webber og Horner í för á verðlaunahátíðinni í Indlandi og fagnaði síðan með þeim og liðinu og almenningi í Milton Keynes í gær. Viðburðurinn í gær var skipulagður til að þakka starfsmönnum Red Bull samstarfið, fjölskyldum þeirra og heimamönnum í Milton Keynes. Webber býr skammt frá höfuðstöðvum Red Bull að eigin sögn og hann sagði gott að gefa eitthvað tilbaka til heimamanna. „Ég þekki hringtorgin hérna eftir að hafa ekið á um þær á götubíl, en það var dálítið annað að fara þau á Formúlu 1 bíl! Það var góð stemmning, sólin skein og það var gott fyrir alla að komast svona nærri bílunum. Það var frábært að Red Bull þakkaði áhangendum fyrir á þennan hátt", sagði Webber um viðburðinn í gær. Vettel sagði frábært að vera í Milton Keynes þar sem bílarnir eru smíðaðir og þar sem starfsmenn liðsins starfa og þakka fyrir og sjá áhangendur frá svæðinu. „Við vildum skemmta fólki og ég vona að það hafi verið reyndin. Þetta var skemmtileg leið til að ljúka tímabilinu", sagði Vettel. Horner sagði að stórkostlegt að aka Formúlu 1 bílum gegnum Milton Keynes, en margir af starfsmönnum liðsins búa í næsta nágrenni og hann sagði að það hefði verið upplífgandi að sjá hve margir mættu til að fagna árangri liðsins. „Án áhorfenda væri ekki Formúla 1, né Red Bull, þannig að það er gott að gefa tilbaka og fagna tvöföldum meistaratitili á þessu ári", sagði Horner og þakkaði yfirvöldum í bænum fyrir að leyfa uppákomuna í gær.
Formúla Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira