Segir Landsbankann tilbúinn í Kauphöllina 2012 Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2011 19:30 Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira