Segir Landsbankann tilbúinn í Kauphöllina 2012 Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. desember 2011 19:30 Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum. Bankasýsla ríkisins heldur á rúmlega 81 prósents hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sagt koma til greina að selja hlut í bankanum í gegnum Kauphöll Íslands og hefur hann t.d viðrað þessi sjónarmið í Klinkinu. Bankastjórinn tekur undir þetta en hann var gestur okkar í Klinkinu. „Ég held að það gæti bara gerst á næsta ári, 2012, að bankinn gæti farið á markað. Þetta er auðvitað í höndum Bankasýslunnar, fjármálaráðuneytisins og Alþingis, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu á næsta ári að bankinn verði skráður og ríkið selji einhver prósent og minnki sína stöðu í bankanum. Eigið fé hefur hlaðist upp í bankanum á sama tíma og ríkissjóður er mjög skuldsettur. Mér líst vel á þetta, en menn þurfa bara að vanda sig, fara ekki of geyst. Ég held að það væri hægt að stefna að því að selja 15-20 prósenta hlut á hverju 12 mánaða tímabili á næstu tveimur til þremur árum," segir Steinþór. Hann segir að mikið fé gæti fengist fyrir lítinn hlut í bankanum.Þótti of djarft að selja 27 prósenta hlut í Eyri Invest í einu Horn, dótturfélag Landsbankans, átti 27 prósenta hlut í Eyri Invest, sem er stór hluthafi í bæði Marel og Össuri, en Horn verður skráð á markað í Kauphöll á nýju ári. Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu Horns að undanförnu, en skráning félagsins á markað er ein stærsta einkavæðing Íslandssögunnar í ljósi verðmætis félagsins. Landsbankinn átti 27 prósent í Eyri Invest í gegnum dótturfélag sitt Horn. Nýlega keypti bankinn helminginn af Horni og heldur því beint á 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest. Það var farin sú leið að bankinn keypti um daginn 13,75 prósenta hlut í Eyri Invest af Horni. Það var sagt að þetta væri liður í því að gera Horn í stakk búið fyrir frumskráningu í Kauphöll. Hvers vegna var þessi leið farin? „Það þurfti að minnka efnahag Horns. Það var of mikið af þessari eign inni í Horni, svo við færðum hluta hennar til baka til að gera Horn söluvænlegra. Okkar fannst of mikið að vera (með 27 prósent í Eyri Invest) inni í Horni." En hvað réði för? „Menn eru að hlera markaðinn aðeins og þetta eru viðbrögð við því." Hann segir þetta ekki hafa verið gert til að aðstoða núverandi hluthafa Eyris Invest. Hann segir að 13,75 prósenta hlutur í Eyri Invest sem Landsbankinn heldur á verði seldur sem fyrst, en fyrst þurfi að skrá Horn á markað. „Það verður bara að finna rétta tímasetningu. Fyrst ætlum við að koma Horni frá okkur." Eyrir Invest tapaði 13 milljónum evra, 2.143 milljónum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins tæpum 6,4 milljónum evra. Viðtalið við Steinþór mun birtast í heild sinni á viðskiptavef Vísis, annað kvöld, fimmtudagskvöld. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira