Alonso fagnar endurkomu Raikkönen 21. desember 2011 13:30 Spánverjarnir Marc Gene og Fernando Alonso sem starfa hjá Ferrari og Pedro de la Rosa hjá HRT liðinu eru hér uppáklæddir á fréttamannafundi í Madrid. Klæðnaður kappanna er í tilefni af jólunum. MYND: FERRARI Fernando Alonso, ökumaður Ferrari fagnar því að Kimi Raikkönen er að fara keppa aftur í Formúlu 1 með liði sem kallast mun Lotus Renault á næsta ári. Raikkönen var áður hjá Ferrari, en Alonso tók sæti hans hjá liðinu, þó Raikkönen ætti enn ár eftir af samningi sínum við Ferrari liðið. Raikkönen hætti akstri með Ferrari liðinu í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og keppti síðan í rallakstri í tvö ár. Raikkönen gerði tveggja ára samning við Renault liðið á dögunum um að keppa aftur í Formúlu 1, en liðið verður nefnt Lotus Renault á næsta ári. Romain Groesjen mun einnig aka með liðinu. Vitaly Petrov hefur misst sæti sitt hjá Renault liðinu, þó hann hefði samning á næsta ári í höndunum. Alonso ræddi endurkomu Raikkönen á fréttamannafundi í Madrid í vikunni. „Ég býð hann velkominn aftur. Hann er frábær ökumaður. Hann er einn af þeim hæfileikaríkustu og hefur orðið meistari og er frábær persónuleiki. Það verður því ánægjulegt að keppa hlið við hlið við hann," sagði Alonso samkvæmt frétt á autosport.com. „Ég er ekki að bera hann saman við neinn, en það er ekki sama hvort það er Kimi Raikkönen við hlið þér í ræsingu eða ungur ökumaður eða nýliði þegar ekið er að fyrstu beygju. Að berjast við meistara gefur þér öðruvísi tilfinningu og meira öryggi." Alonso sagði líka að hann hefði verið hissa á að landi hans Jamie Alguersuari missti sæti sitt hjá Torro Rosso. Báðum ökumönnum Torro Rosso var skipt út fyrir næsta ár. Sebastian Buemi ekur ekki lengur með liðinu, frekar en Alguersuari. Í þeirra stað verður nýliðinn Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo sem ók með HRT liðinu í ár. „Ég hef ekki sterka skoðun á þessu og veit ekki hvernig Torro Rosso starfar, eða hversu ánægðir eða óanægðir þeir voru með ökumenn sína. Ég var hissa eins og aðrir að þeir vildu skipta um báða ökumenn. Að skipta báðum út er eins og að byrja frá grunni og það verður erfiðara að þróa og prófa bílinn." Alonso kvaðst líka hissa á því að Adrian Sutil verður ekki áfram hjá Force India liðinu, en Nico Hulkenberg kemur í hans stað sem keppnisökumaður, eftir að hafa verið varaökumaður liðsins. Paul Di Resta er áfram ökumaður Force India, en hann byrjaði að keppa á þessu tímabili. Formúla Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður Ferrari fagnar því að Kimi Raikkönen er að fara keppa aftur í Formúlu 1 með liði sem kallast mun Lotus Renault á næsta ári. Raikkönen var áður hjá Ferrari, en Alonso tók sæti hans hjá liðinu, þó Raikkönen ætti enn ár eftir af samningi sínum við Ferrari liðið. Raikkönen hætti akstri með Ferrari liðinu í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og keppti síðan í rallakstri í tvö ár. Raikkönen gerði tveggja ára samning við Renault liðið á dögunum um að keppa aftur í Formúlu 1, en liðið verður nefnt Lotus Renault á næsta ári. Romain Groesjen mun einnig aka með liðinu. Vitaly Petrov hefur misst sæti sitt hjá Renault liðinu, þó hann hefði samning á næsta ári í höndunum. Alonso ræddi endurkomu Raikkönen á fréttamannafundi í Madrid í vikunni. „Ég býð hann velkominn aftur. Hann er frábær ökumaður. Hann er einn af þeim hæfileikaríkustu og hefur orðið meistari og er frábær persónuleiki. Það verður því ánægjulegt að keppa hlið við hlið við hann," sagði Alonso samkvæmt frétt á autosport.com. „Ég er ekki að bera hann saman við neinn, en það er ekki sama hvort það er Kimi Raikkönen við hlið þér í ræsingu eða ungur ökumaður eða nýliði þegar ekið er að fyrstu beygju. Að berjast við meistara gefur þér öðruvísi tilfinningu og meira öryggi." Alonso sagði líka að hann hefði verið hissa á að landi hans Jamie Alguersuari missti sæti sitt hjá Torro Rosso. Báðum ökumönnum Torro Rosso var skipt út fyrir næsta ár. Sebastian Buemi ekur ekki lengur með liðinu, frekar en Alguersuari. Í þeirra stað verður nýliðinn Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo sem ók með HRT liðinu í ár. „Ég hef ekki sterka skoðun á þessu og veit ekki hvernig Torro Rosso starfar, eða hversu ánægðir eða óanægðir þeir voru með ökumenn sína. Ég var hissa eins og aðrir að þeir vildu skipta um báða ökumenn. Að skipta báðum út er eins og að byrja frá grunni og það verður erfiðara að þróa og prófa bílinn." Alonso kvaðst líka hissa á því að Adrian Sutil verður ekki áfram hjá Force India liðinu, en Nico Hulkenberg kemur í hans stað sem keppnisökumaður, eftir að hafa verið varaökumaður liðsins. Paul Di Resta er áfram ökumaður Force India, en hann byrjaði að keppa á þessu tímabili.
Formúla Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira