Lífeyrissjóðir afar spenntir en Steingrímur vill ekki selja Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2011 18:31 Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Landsvirkjun hefur verið verðlögð á þrjú hundruð milljarða króna. Það þýðir að um eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir um þriðjungshlut í fyrirtækinu. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikil búbót það yrði fyrir ríkissjóð og lífeyrissjóðirnir eru spenntir að kaupa. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að minnsta kosti tveir stórir lífeyrissjóðir séu spenntir fyrir Landsvirkjun og myndu alvarlega íhuga slíkan kost væri hann yfirleitt í boði. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða möguleikann á þessu. „Ef að þriðjungshlutur í fyrirtækinu yrði seldur á þann veg að hlutafé þess yrði aukið þá yrði eiginfjárstaða fyrirtækisins svo góð að lánshæfismat fyrirtækisins yrði sterkara en lánshæfismat ríkisins og fyrirtækið þyrfti ekki á ríkisábyrgð að halda. Ég held að við eigum að hugsa þetta og ég held að það sé umhugsunarefni hvort við ættum að selja þriðjungshlut í fyrirtækinu til lífeyrissjóðanna, til dæmis," sagði efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta þættinum af Klinkinu. Fjármálaráðuneytið heldur á hlutabréfi ríkisins í Landsvirkjun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir þetta ekki á dagskrá. „Nei, það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum, þannig að það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," segir Steingrímur. „Þannig að það kemur ekki til greina af þinni hálfu að selja? „Nei, það hefur engin einkavæðing eða sala á eignarhlutum í stóru orkufyrirtækjunum verið svo mikið sem rædd og þvert á móti hið gagnstæða." thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Landsvirkjun hefur verið verðlögð á þrjú hundruð milljarða króna. Það þýðir að um eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir um þriðjungshlut í fyrirtækinu. Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikil búbót það yrði fyrir ríkissjóð og lífeyrissjóðirnir eru spenntir að kaupa. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að minnsta kosti tveir stórir lífeyrissjóðir séu spenntir fyrir Landsvirkjun og myndu alvarlega íhuga slíkan kost væri hann yfirleitt í boði. Efnahags- og viðskiptaráðherra vill skoða möguleikann á þessu. „Ef að þriðjungshlutur í fyrirtækinu yrði seldur á þann veg að hlutafé þess yrði aukið þá yrði eiginfjárstaða fyrirtækisins svo góð að lánshæfismat fyrirtækisins yrði sterkara en lánshæfismat ríkisins og fyrirtækið þyrfti ekki á ríkisábyrgð að halda. Ég held að við eigum að hugsa þetta og ég held að það sé umhugsunarefni hvort við ættum að selja þriðjungshlut í fyrirtækinu til lífeyrissjóðanna, til dæmis," sagði efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta þættinum af Klinkinu. Fjármálaráðuneytið heldur á hlutabréfi ríkisins í Landsvirkjun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir þetta ekki á dagskrá. „Nei, það var ákveðið og afgreitt hér í þessari ríkisstjórn í tengslum við mikla umfjöllun um orkumál fyrir ári síðan eða meira að við myndum ekki hrófla við opinberu eignarhaldi á stóru orkufyrirtækjunum, þannig að það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," segir Steingrímur. „Þannig að það kemur ekki til greina af þinni hálfu að selja? „Nei, það hefur engin einkavæðing eða sala á eignarhlutum í stóru orkufyrirtækjunum verið svo mikið sem rædd og þvert á móti hið gagnstæða." thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira