Innlent

Landlæknir segir PIP-sílikonpúðana ekki hættulegri en aðra

Erla Hlynsdóttir skrifar

Engin ástæða er fyrir konur með sílíkonpúða frá franska fyrirtækinu PIP til að láta fjarlægja púðana. Landlæknir segir þá ekki hættulegri en aðra sílíkonpúða.



Franskir sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að meiri líkur séu á að sílíkonpúðar frá PIP leki en aðrir púðar.



Heilbrigðisöryggisnefnd Evrópusambandsins er ekki á sama máli og telur ekki meiri hættu stafa af púðum frá PIP.



Um fjögur hundruð íslenskar konur eru með þessa frönsku púða í brjóstum.



Nú eru margar sem kannski halda að það sé best að láta bara fjarlægja pokana, er það rétt?



„Við höfum tekið almenna afstöðu á grunni þeirra gagna sem okkur hafa borist frá nágrannalöndunum, meðal annars frá Bretum sem hafa kannað þetta mest og það er sameiginleg niðurstaða allra þeirra sem að þessu máli hafa komið í Evrópu, nema Frakka, að það sé engin ástæða til að fjarlægja þessar fyllingar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir.



Þá bendir hann á að nokkur hætta stafi af því að fjarlægja púðana, enda þurfi til aðgerð í svæfingu.



Ekkert liggur fyrir um mögulega greiðsluþátttöku stjórnvalda ef konur láta fjarlægja frönsku púðana, hvort sem þær hafa af þeim óþægindi eða líður einfaldlega illa með að hafa þá í ljósi umræðunnar.



Slík ákvörðun væri á borði velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×