Fjórir dómarar við Hæstarétt vanhæfir 10. febrúar 2011 12:30 Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans. Árni var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í tæp tvö ár í tíð Geirs sem fjármálaráðherra. Að sögn Þorsteins Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, telur Árni þá staðreynd, og það að þeir Geir hafi almennt átt töluvert saman að sælda, til þess fallna að hægt yrði að draga hæfi hans í efa. Því hafi hann lýst sig vanhæfan. Lög um landsdóm kveða á um að í dómnum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafa. Þegar Árni lýsti sig vanhæfan þurfti því að ganga á röð þeirra sem eftir voru til að finna þann næsta í starfsaldursröðinni. Fyrstur þeirra var Jón Steinar Gunnlaugsson. „Ég tel miklar líkur á að góður vinur minn, sem heitir Davíð Oddsson, verði kallaður sem vitni í þessu máli. Það er eitt af hlutverkum dómara í dómsmálum að meta vitnaframburði og þá tel ég að það gæti verið ástæða til að efast um hlutlægni mína við að meta þann vitnisburð," segir Jón Steinar. Því hafi hann lýst sig vanhæfan, þótt enginn vitnalisti liggi enn fyrir. Næstur var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann upplýsti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði einnig lýst sig vanhæfan vegna tengsla við Davíð. Þeir eru náfrændur. Sá þriðji var Páll Hreinsson. Hann gat ekki tekið sæti í dómnum, enda byggir málið á hendur Geir á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis sem hann átti sæti í. Þá var Viðar einn eftir. Hann tekur því sæti Árna í landsdómi. Ögmundur Jónasson skipaði hann hæstaréttardómara 9. september síðastliðinn. Landsdómur fundar í fyrsta sinn í dag. Fyrir honum liggur að ákveða hvort Geir megi koma að kröfum í málinu fyrir héraðsdómi, þar sem saksóknari Alþingis stendur nú í máli gegn Þjóðskjalasafni um afhendingu gagna. Geir vill fá að krefjast frávísunar málsins strax, en héraðsdómur hefur hafnað því. Það kærði Geir til landsdóms. stigur@frettabladid.is Jón Steinar GunnlaugssonÓlafur Börkur ÞorvaldssonPáll Hreinsson Landsdómur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans. Árni var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í tæp tvö ár í tíð Geirs sem fjármálaráðherra. Að sögn Þorsteins Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, telur Árni þá staðreynd, og það að þeir Geir hafi almennt átt töluvert saman að sælda, til þess fallna að hægt yrði að draga hæfi hans í efa. Því hafi hann lýst sig vanhæfan. Lög um landsdóm kveða á um að í dómnum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafa. Þegar Árni lýsti sig vanhæfan þurfti því að ganga á röð þeirra sem eftir voru til að finna þann næsta í starfsaldursröðinni. Fyrstur þeirra var Jón Steinar Gunnlaugsson. „Ég tel miklar líkur á að góður vinur minn, sem heitir Davíð Oddsson, verði kallaður sem vitni í þessu máli. Það er eitt af hlutverkum dómara í dómsmálum að meta vitnaframburði og þá tel ég að það gæti verið ástæða til að efast um hlutlægni mína við að meta þann vitnisburð," segir Jón Steinar. Því hafi hann lýst sig vanhæfan, þótt enginn vitnalisti liggi enn fyrir. Næstur var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann upplýsti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði einnig lýst sig vanhæfan vegna tengsla við Davíð. Þeir eru náfrændur. Sá þriðji var Páll Hreinsson. Hann gat ekki tekið sæti í dómnum, enda byggir málið á hendur Geir á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis sem hann átti sæti í. Þá var Viðar einn eftir. Hann tekur því sæti Árna í landsdómi. Ögmundur Jónasson skipaði hann hæstaréttardómara 9. september síðastliðinn. Landsdómur fundar í fyrsta sinn í dag. Fyrir honum liggur að ákveða hvort Geir megi koma að kröfum í málinu fyrir héraðsdómi, þar sem saksóknari Alþingis stendur nú í máli gegn Þjóðskjalasafni um afhendingu gagna. Geir vill fá að krefjast frávísunar málsins strax, en héraðsdómur hefur hafnað því. Það kærði Geir til landsdóms. stigur@frettabladid.is Jón Steinar GunnlaugssonÓlafur Börkur ÞorvaldssonPáll Hreinsson
Landsdómur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira