King"s Speech hlaut konunglegar móttökur á bresku Bafta-verðlaunahátíðinni um helgina. Myndin sópaði til sín sjö verðlaunum og Colin Firth var valinn besti leikarinn annað árið í röð.
Kvikmyndin Kings Speech sópaði til sín verðlaunum á bresku Bafta-hátíðinni á sunnudagskvöld. Hún hlaut sjö verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Colin Firth.
Samleikarar hans, þau Helena Bonham Carter og Geoffrey Rush, fengu einnig Bafta fyrir bestan leik í aukahlutverkum. Firth vann einnig Bafta á síðasta ári fyrir hlutverk sitt í myndinni A Single Man.
Þessi fimmtugi leikari hefur einnig unnið Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem hinn stamandi Bretakonungur Georg VI, auk þess sem hann þykir líklegur til að hreppa Óskarinn 27. febrúar.

Portman er barnshafandi og mátti ekki fljúga til Bretlands til að vera viðstödd athöfnina.

Myndin Inception hlaut þrenn verðlaun, öll fyrir tæknilega úrvinnslu.
Athygli vakti að mynd Dannys Boyle, 127 Hours, fékk engin verðlaun þrátt fyrir að hafa fengið átta tilnefningar. Þá var leikarinn Sir Christopher Lee heiðraður af Bafta-akademíunni, ásamt J.K. Rowling, höfundi Harry Potter, fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndalistar. - fb