Sannkölluð jólahátíð í Kópavogi var haldin í gær á Hálsatorgi í Kópavogi.
Kópavogsbúum og öðrum gestum var meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva og fræðast um jólaköttinn.
![](https://www.visir.is/i/806BF3FFEA38CA9C13A905721AAB32D40B21F4D1CE0F1B62E7A6298281B9ABFF_713x0.jpg)
Þá var tendrað á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa.
Eins og meðfylgjandi myndir, sem Birgir Már Sigurðsson ljósmyndari tók, sýna myndaðist sannkölluð fjölskyldujólastemning.