Landsdómur Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur sent forseta landsdóms bréf þar sem hún bendir á mögulegt vanhæfi sitt til setu í dómnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Í bréfinu nefnir hún að hún hafi verið varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins þegar Geir var í forystu flokksins og því kunni tengsl þeirra að gera hana vanhæfa til að dæma í máli hans.
Dögg tjáði Stöð 2 að ákvörðun hennar um að senda bréfið tengdist á engan hátt fjárhagsstöðu hennar og fréttum af henni. - sh
Efast um hæfi sitt í landsdóm
