
Endurskoðun náttúruverndarlaga
Í ljósi þeirra fjölmörgu þátta sem hafa þarf í huga við endurskoðun náttúruverndarlaga var ákveðið að skipta vinnu nefndarinnar upp í tvo hluta. Í fyrsta lagi var ákveðið að greina þá þætti endurskoðunarinnar sem eru hvað brýnastir og leggja fram frumvarp til laga um þær breytingar. Í öðru lagi var ákveðið að fara í heildarendurskoðun á löggjöfinni og er sú vinna enn í gangi. Þeir þættir sem talið var brýnast að bregðast við með breytingum á núgildandi lögum eru 17. gr. sem fjallar um akstur utan vega, 37. gr. um sérstaka vernd og 41. gr. um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera. Ástæða þess að þessar tilteknu greinar voru sérstaklega teknar til skoðunar er sú að þær hafa ekki náð fram þeim markmiðum sem að var stefnt með setningu þeirra og eru ekki nægilega afgerandi þegar kemur að beitingu þeirra.
Til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram við tillögurnar var ákveðið að birta drög að frumvarpinu á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og kalla eftir athugasemdum. Markmiðið með þessari aðferð er að kalla eftir víðtækum sjónarmiðum allra þeirra sem láta sig náttúruvernd varða svo að endanlegt frumvarp endurspegli eftir fremsta megni þau fjölmörgu sjónarmið sem uppi eru. Er rétt að taka fram að þetta vinnulag hefur áður verið viðhaft hjá umhverfisráðuneytinu til að tryggja sem víðtækast samráð. Ég hvet eindregið til þess að allir þeir sem áhuga og þekkingu hafa á náttúruvernd kynni sér frumvarpsdrögin og sendi inn athugasemdir við frumvarpsdrögin fyrir 21. janúar næstkomandi.
Skoðun

Grindavík lifir
Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Vér erum úr sömu sveit
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?”
Ingrid Kuhlman skrifar

Réttlát leiðrétting veiðigjalda
Elín Íris Fanndal skrifar

Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Auður Kjartansdóttir skrifar

Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar