Briatore spáir endurkomu Kubica eftir 5-6 mánuði 7. febrúar 2011 17:06 Stefano Domenicali hjá Ferrari og Flavio Briatore fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins, sem nú heitir Lotus Renault. Mynd; Mark Thompson Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 heimsótti Robert Kubica í dag og ræddi við hann. Briatore sagði Kubica hafa talað um það hvenær hann gæti snúið aftur til keppni. Kubica er samningsbundinn Lotus Renault, sem byggir á liðinu sem Briatore var áður í forsvari fyrir. Kubica meiddist í rallkeppni þegar bíll hans or Jakup Gerber skall á vegriði í rallkeppni á Ítalíu í gær. Vegriðið var óvarið og fór það i gegnum bílinn. Kubica slasaðist á hægri hlið líkamans, en Gerber slapp ómeiddur. "Mér fannst hann góður miðað við hið hræðilega óhapp sem hann lenti í. Ég er mjög ánægður að hann er betri og er ánægður að ég ræddi lítillega við hann", sagði Briatore, sem er ítalskur og ræddi við Gazzetta dello Sport, samkvæmt frétt á autosport.com. "Kubica er óvenjulegur náungi og með möguleika á ná sér. Við ræddum ekkert um óhappið. Meira um Formúlu 1 og möguleika hans á að keppa aftur sem fyrst. Miðað við getu hans og líkamsstyrk, þá veðja ég að hann verði kominn í form eftir fimm til sex mánuði. Igor Rosello, einum af læknum hans fyrst hins vegar of snemmt að spá fyrir um hvort hann geti keppt á ný. "Það er ómögulegt að spá í þetta. Maður veit aldrei með taugarnar og það ræðst margt á vilja sjúklingsins. Kappakstursmenn eru einstakt fólk og geta stytt endurhæfingatímann verulega", sagði Rosello, en tengja þurfti taugar saman í hægri hönd Kubica. Hann gæti þurft að fara í fleiri aðgerðir en í gær vegna annarra meiðsla sem hann hlaut. Meira um mál Kubica Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 heimsótti Robert Kubica í dag og ræddi við hann. Briatore sagði Kubica hafa talað um það hvenær hann gæti snúið aftur til keppni. Kubica er samningsbundinn Lotus Renault, sem byggir á liðinu sem Briatore var áður í forsvari fyrir. Kubica meiddist í rallkeppni þegar bíll hans or Jakup Gerber skall á vegriði í rallkeppni á Ítalíu í gær. Vegriðið var óvarið og fór það i gegnum bílinn. Kubica slasaðist á hægri hlið líkamans, en Gerber slapp ómeiddur. "Mér fannst hann góður miðað við hið hræðilega óhapp sem hann lenti í. Ég er mjög ánægður að hann er betri og er ánægður að ég ræddi lítillega við hann", sagði Briatore, sem er ítalskur og ræddi við Gazzetta dello Sport, samkvæmt frétt á autosport.com. "Kubica er óvenjulegur náungi og með möguleika á ná sér. Við ræddum ekkert um óhappið. Meira um Formúlu 1 og möguleika hans á að keppa aftur sem fyrst. Miðað við getu hans og líkamsstyrk, þá veðja ég að hann verði kominn í form eftir fimm til sex mánuði. Igor Rosello, einum af læknum hans fyrst hins vegar of snemmt að spá fyrir um hvort hann geti keppt á ný. "Það er ómögulegt að spá í þetta. Maður veit aldrei með taugarnar og það ræðst margt á vilja sjúklingsins. Kappakstursmenn eru einstakt fólk og geta stytt endurhæfingatímann verulega", sagði Rosello, en tengja þurfti taugar saman í hægri hönd Kubica. Hann gæti þurft að fara í fleiri aðgerðir en í gær vegna annarra meiðsla sem hann hlaut. Meira um mál Kubica
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira