Hálfmánar eru smákökutegund sem margir af eldri kynslóðinni þekkja en yngri kynslóðin hefur kannski ekki verið jafn dugleg að búa til. Hér er uppskrift að þessum góðu hnoðuðu kökum.
500 g hveiti
250 g sykur
250 g smjör
3 egg
1 1/2 tsk. hjartasalt
sítrónudropar
vanilludropar
Sett í skál og hnoðað. Flatt út og skornar út hringlaga kökur. Penslað með eggi. Jarðarberjasulta eða önnur sulta sett á og hver kaka brotin saman. Bakað við 220 gráður í 10 til 12 mín.
Hálfmánar
