Hlutgervingarnir Bjartmar Þórðarson skrifar 27. janúar 2011 06:00 Í fjölmiðlum sjáum við á hverjum degi heimilisvini sem eru fyrir löngu orðnir hluti af tilveru okkar. Rappdónar og aðrir töffarar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, beita ofbeldi og taka það sem þeir vilja. Kvendúkkur með fullkomið vaxtarlag og óbeislaða kynhvöt sem ekkert fær kæft. Þessar leikpersónur eiga það sameiginlegt að vera tálsýnir sem höfða til helstu veikleika okkar og selja okkur þannig ákveðinn lífsstíl. Þær eru holdtekjur þess sem við erum ekki. Engu að síður þrá fleiri en vilja viðurkenna það að uppfylla staðlana, að ýkja kvenleika sinn eða karlmennsku. Þessi þrá er löngun í að vera eftirsóknarverður og ósnertanlegur. Þrá eftir því að vera ekki mannlegur, heldur lýtalaust ofurmenni eða -kvendi. Því lengra sem við göngum í að uppfylla þessar væntingar, þeim mun stærri verður blekkingarvefurinn og þeim mun ómanneskjulegri verða samskipti fólks. Ef við hættum að vera raunverulegt fólk eru síðan líkur á því að aðrir fari að trúa lyginni. Og hvers vegna að fara vel að manneskju sem er ekki raunveruleg? Draumurinn um manneskjulegra þjóðfélag þar sem ofbeldi af öllum toga er fordæmt kallar á að við horfumst í augu við okkur sjálf. Við erum ekki hlutir, kynlífsdúkkur eða HeMan-kallar. Af hverju ekki að taka niður grímurnar og hætta að hlutgera okkur sjálf? Gæti slíkt mögulega verið fyrsta skrefið í áttina að því að hætta að hlutgera aðra? Hlutgerving manneskju er í beinni andstöðu við samkennd og því er baráttan gegn hlutgervingunni samofin baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Líkami fatafellu er ekki óæðri eða leyfilegra skotmark kynferðisofbeldis en líkami húsmóður, sem er staðreynd sem dúkkuvæðingin reynir ötullega að láta okkur gleyma. Körlum eru síðan einnig settir óraunhæfir staðlar. Samkvæmt þeim er harka vald og eiga þeir að sýna það vald í verki - oft með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði kynin. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum sjáum við á hverjum degi heimilisvini sem eru fyrir löngu orðnir hluti af tilveru okkar. Rappdónar og aðrir töffarar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, beita ofbeldi og taka það sem þeir vilja. Kvendúkkur með fullkomið vaxtarlag og óbeislaða kynhvöt sem ekkert fær kæft. Þessar leikpersónur eiga það sameiginlegt að vera tálsýnir sem höfða til helstu veikleika okkar og selja okkur þannig ákveðinn lífsstíl. Þær eru holdtekjur þess sem við erum ekki. Engu að síður þrá fleiri en vilja viðurkenna það að uppfylla staðlana, að ýkja kvenleika sinn eða karlmennsku. Þessi þrá er löngun í að vera eftirsóknarverður og ósnertanlegur. Þrá eftir því að vera ekki mannlegur, heldur lýtalaust ofurmenni eða -kvendi. Því lengra sem við göngum í að uppfylla þessar væntingar, þeim mun stærri verður blekkingarvefurinn og þeim mun ómanneskjulegri verða samskipti fólks. Ef við hættum að vera raunverulegt fólk eru síðan líkur á því að aðrir fari að trúa lyginni. Og hvers vegna að fara vel að manneskju sem er ekki raunveruleg? Draumurinn um manneskjulegra þjóðfélag þar sem ofbeldi af öllum toga er fordæmt kallar á að við horfumst í augu við okkur sjálf. Við erum ekki hlutir, kynlífsdúkkur eða HeMan-kallar. Af hverju ekki að taka niður grímurnar og hætta að hlutgera okkur sjálf? Gæti slíkt mögulega verið fyrsta skrefið í áttina að því að hætta að hlutgera aðra? Hlutgerving manneskju er í beinni andstöðu við samkennd og því er baráttan gegn hlutgervingunni samofin baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Líkami fatafellu er ekki óæðri eða leyfilegra skotmark kynferðisofbeldis en líkami húsmóður, sem er staðreynd sem dúkkuvæðingin reynir ötullega að láta okkur gleyma. Körlum eru síðan einnig settir óraunhæfir staðlar. Samkvæmt þeim er harka vald og eiga þeir að sýna það vald í verki - oft með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði kynin. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar