Mennska S. Starri Hauksson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi sem byggir á staðalímyndum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Auglýsingar, bíómyndir, sjónvarpsseríur og hafsjór annarra miðla eru meira en til í að hjálpa okkur að finna kassann sem við tilheyrum og benda okkur á það þegar við erum annað hvort að stíga yfir línur eða standa okkur ekki. Ég er nýbakaður faðir lítillar stelpu, sem segir náttúrlega ekkert um mig, ég er það sem Gillz kallaði áður "trefil" sökum vöðvarýrðar og áhuga á evrópskri bíómyndagerð, ég held reyndar að hann kalli okkur pappakassa í dag. Við tökum öll þátt í þessu á einhvern máta, sem getur í eðli sínu verið saklaust, húmorískt og jafnvel skemmtilegt. En hvar liggur þessi ágæta lína og hver á að draga hana? Hvenær er ímyndin eða klisjan orðin skaðleg? Heimilisofbeldi, hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann? Blokk í Breiðholtinu, hún með glóðarauga, rifinn bol og krakkarnir vola uppi á fjórðu hæð. Hann tekur fálátlega á móti lögreglunni, sem verður frá að hverfa þar sem konan segist hafa dottið og friðhelgi heimilisins má ekki rjúfa. Þessi mynd er bæði úrelt og skaðleg. Margar birtingarmyndir ofbeldis skilja ekki eftir sig líkamlega áverka, ofbeldi er óháð efnahag, búsetu, húðlit eða kyni. Ég er ekki að gera lítið úr því ofbeldi sem konur verða fyrir af hálfu karla. En ég vil benda á að þegar fjallað er um ofbeldi þar sem karlmaðurinn er fórnarlamb af hálfu konu er það í flestum tilfellum vandræðalegt og í verstu tilfellum háðulegt þar sem fórnarlambið er málað sem gunga sem lætur valta yfir sig og hægt er að hlæja að yfir boltanum með strákunum. Vörumst samt að líta svo á að úr því að við viðurkennum að karlmenn séu beittir ofbeldi af hálfu kvenna sé hér komið einhvers konar ofbeldisjafnvægi. Það bætir ekkert að nauðga Jóni líka svona úr því að það var verið að nauðga Gunnu. Gefum skít í staðalímyndir, slökkvum á kven/karl skeytingunni og byrjum 2011 á mennsku. Gefum okkur ekki að við vitum hvernig nágranni okkar virkar út frá kynþætti, hárlit, fatasmekk, kynhneigð, samfélagsstöðu eða hvaða kynfærasett er á milli fótanna á henni eða honum. Umfram allt, verum reiðubúin að hjálpa fólki á fætur frekar en að horfa í hina áttina á meðan verið er að berja það niður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun