Karlvæðing þjóðareigna Gunnar Hersveinn skrifar 21. janúar 2011 06:15 Margt er okkur hulið um kynbundið misrétti. Áratugum saman erum við slegin blindu - en svo bendir einhver á skekkjuna og misréttið verður óþægilega augljóst. Kynbundið misrétti blasir oft við þar sem völd og peningar koma við sögu. Völd karla eru stofnanabundin og þeim er viðhaldið á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Konur eru ekki aðeins útilokaðar frá samráði í yfirráðakerfi karla heldur einnig frá þýðingarmiklum stjórnum í viðskiptalífinu og nefndum í stjórnsýslunni. Lýsandi dæmi um þetta er Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, en þar sátu einungis sérvaldir karlmenn í þau fimmtán ár sem tilgreind eru á heimasíðu forsætisráðuneytis, árin 1992-2007. Það er hrópandi kynbundið misrétti sem bitnaði á allri þjóðinni. Verkefni nefndarinnar voru einkavæðing, útboð rekstrarverkefna og sala ríkiseigna. Hún starfaði í umboði ráðherranefndar um einkavæðingu. Ráðherrar ríkisstjórna frá 1991 fólu henni mikilsverð verkefni, til dæmis sölu bankanna, Landsímans og HS Orku. Aðferðin við einkavæðingu bankanna er nú talin ein meginástæða hrunsins 2008 og einkavæðing HS Orku skapar ósætti um eignarhald og nýtingu auðlinda landsins. Verkefni þessarar einkavæðingarnefndar vörðuðu óhjákvæmilega þjóðina alla, konur jafnt sem karla. En kona mátti greinilega ekki eiga sæti í þessari merkisnefnd. Ekki einu sinni starfsmenn nefndarinnar voru konur nema í blálokin, þegar allt var búið, hlaut ein kona þann heiður. Einkavæðing íslenskra þjóðareigna má því með réttu kalla: einkavæðingu karla á eignum þjóðarinnar. Þetta er alvarlegt misrétti og sár móðgun gagnvart öllum sem unna jafnrétti og fyrri kynslóðum sem skópu þessar eignir. Hér var skefjalausa valdkúgun að ræða. Einkavæðing karla merkir greinilega einhæfni og útilokun sjónarmiða og kemur í veg fyrir samráð og jöfnuð í samfélaginu. Fimmtán ára einræði örfárra karla í Framkvæmdanefnd um einkavæðingu var greinilega ekki æskilegt, heldur ávísun á mistök, yfirsjónir, þröngsýni, spillingu og hrun. Jafnrétti er þjóðgildi sem tvívegis hefur verið valið af visku þjóðarinnar á þjóðfundum. Hlustum á þá visku! Aldrei aftur misrétti í boði ríkisins! Tengill: http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/ +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Gunnar Hersveinn Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Margt er okkur hulið um kynbundið misrétti. Áratugum saman erum við slegin blindu - en svo bendir einhver á skekkjuna og misréttið verður óþægilega augljóst. Kynbundið misrétti blasir oft við þar sem völd og peningar koma við sögu. Völd karla eru stofnanabundin og þeim er viðhaldið á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Konur eru ekki aðeins útilokaðar frá samráði í yfirráðakerfi karla heldur einnig frá þýðingarmiklum stjórnum í viðskiptalífinu og nefndum í stjórnsýslunni. Lýsandi dæmi um þetta er Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, en þar sátu einungis sérvaldir karlmenn í þau fimmtán ár sem tilgreind eru á heimasíðu forsætisráðuneytis, árin 1992-2007. Það er hrópandi kynbundið misrétti sem bitnaði á allri þjóðinni. Verkefni nefndarinnar voru einkavæðing, útboð rekstrarverkefna og sala ríkiseigna. Hún starfaði í umboði ráðherranefndar um einkavæðingu. Ráðherrar ríkisstjórna frá 1991 fólu henni mikilsverð verkefni, til dæmis sölu bankanna, Landsímans og HS Orku. Aðferðin við einkavæðingu bankanna er nú talin ein meginástæða hrunsins 2008 og einkavæðing HS Orku skapar ósætti um eignarhald og nýtingu auðlinda landsins. Verkefni þessarar einkavæðingarnefndar vörðuðu óhjákvæmilega þjóðina alla, konur jafnt sem karla. En kona mátti greinilega ekki eiga sæti í þessari merkisnefnd. Ekki einu sinni starfsmenn nefndarinnar voru konur nema í blálokin, þegar allt var búið, hlaut ein kona þann heiður. Einkavæðing íslenskra þjóðareigna má því með réttu kalla: einkavæðingu karla á eignum þjóðarinnar. Þetta er alvarlegt misrétti og sár móðgun gagnvart öllum sem unna jafnrétti og fyrri kynslóðum sem skópu þessar eignir. Hér var skefjalausa valdkúgun að ræða. Einkavæðing karla merkir greinilega einhæfni og útilokun sjónarmiða og kemur í veg fyrir samráð og jöfnuð í samfélaginu. Fimmtán ára einræði örfárra karla í Framkvæmdanefnd um einkavæðingu var greinilega ekki æskilegt, heldur ávísun á mistök, yfirsjónir, þröngsýni, spillingu og hrun. Jafnrétti er þjóðgildi sem tvívegis hefur verið valið af visku þjóðarinnar á þjóðfundum. Hlustum á þá visku! Aldrei aftur misrétti í boði ríkisins! Tengill: http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/ +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun