Fyrirsæta í fimmtán ár Álfrún Pálsdóttir skrifar 17. janúar 2011 15:00 Telma hefur búið og starfað í New York í næstum áratug og setið fyrir hjá tískurisum á borð við Versace, Armani og D&G. Þegar Telma Þormarsdóttir byrjaði að vinna sem fyrirsæta var ekkert internet og hún fékk kassettur með íslenskri tónlist sendar í pósti. Eftir 15 ár í bransanum lumar Telma á mörgum góðum sögum. Henni hefur verið bjargað af Naomi Campbell og orðið fyrir móðgun frá Miuccia Prada. „Þegar ég hugsa til baka núna geri ég mér grein fyrir að ég var ótrúlega ung þegar ég fór fyrst út í fyrirsætubransann," segir Telma Þormarsdóttir en hún hefur starfað sem fyrirsæta síðan hún var 15 ára og er enn að. Hún hefur unnið með mörgum af stærstu nöfnunum í tískuheiminum og ferðast út um allan heim til að sitja fyrir. „Öll ferðalögin sem fylgir starfinu heilluðu mig í byrjun og fengu mig til að halda áfram." Í dag býr Telma í New York en þar hefur hún verið í tæp tíu ár og unnið sem fyrirsæta. „Ég held alltaf að þetta sé að verða búið, að ég eigi bara hámark tvö ár eftir. En svo er alltaf ný vinna og á meðan mér finnst þetta gaman ætla ég að halda áfram," segir Telma hlæjandi.Uppgötvuð á fyrirsætunámskeiði „Þegar ég var 13 ára fékk vinkona mín fyrirsætu- og framkomunámskeið í gjöf og ég álpaðist með henni. Ég vissi í raun ekkert hvað þetta var en í einum tímanum kom þangað maður frá ítalskri umboðskrifstofu og fylgdist með okkur. Daginn eftir voru foreldrar mínir og ég kölluð á fund og hann og Kolbrún Aðalsteinsdóttir vildu bjóða mér út það sumar en foreldrum mínum þótti ég heldur ung þá og vildu kynna sér málin betur og það varð úr að ég fór út ári seinna," rifjar Telma upp. „Mamma og pabbi hafa alltaf stutt mig en sömuleiðis verið ströng og þau geta örugglega ekki beðið eftir að þetta taki enda og ég komi heim," hlær Telma. Fyrirsætuferillinn hjá Telmu byrjaði árið 1995 og þá fór hún út ásamt átta öðrum íslenskum stelpum. Á þessum tíma var ekkert net og engir farsímar. Telma hlustaði á kassettur og handskrifaði bréf til sinna nánustu. „Pabbi gaf mér farsíma sem ég kallaði Keikó því hann var svo stór - hlunkur með þvílíku loftneti og maður þurfti að öskra í símann til að heyra eitthvað fyrir suði. Mamma hringdi öll kvöld til ad tryggja að ég væri komin örugg heim eftir daginn, ég hugsa hún hafi sofið lítið fyrstu árin. Ég var alltaf að skrifa bréf og ná í pakka með nammi frá fjölskyldunni. Ég man sérstaklega eftir spólunum frá vinkonunum en þær tóku stundum upp útvarpsþáttinn Rólegt og rómantískt fyrir mig. Það var hughreystandi að hlusta á það þegar maður varð einmana í útlöndum," rifjar Telma upp og gerir sér um leið grein fyrir hversu langt er síðan. „Nú þakka ég fyrir Skype, Facebook og msn. Miklu auðveldara að halda sambandinu við vini og ættingja." „Maður þarf stöðugt að minna sig á að vera hógvær og jarðbundinn," segir Thelma. Elísabet Davíðsdóttir tók myndirnar af henni. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir var stílisti en fötin eru frá AFTUR. Unnið með þeim bestu Ítalski umboðsmaðurinn sem uppgötvaði Telmu á fyrirsætunámskeiðinu í Reykjavík var Dejan Markovic, eigandi Women-umboðsskrifstofunnar, og hann er enn þann dag í dag umboðsmaður Telmu. „Hann og Kolla voru í góðu sambandi við foreldra mina og ekki síst hugsuðu þau vel um mig úti." „Ég var mjög heppin að lenda strax á svona góðri skrifstofu enda hefðu foreldrar mínir aldrei tekið annað í mál þó þau hafi örugglega verið með áhyggjur," segir Telma en hún hefur unnið með mörgum af stærstu nöfnunum í fyrirsætubransanum, Sem dæmi má nefna stjörnuljósmyndarana Mario Testino og Steven Meisel, hún hefur sýnt fyrir Chanel, Burberry, Givenchy, Marc Jacobs, Prada og tekið þátt í herferðum H&M og Topshop. Telma þvertekur fyrir að hún hafi nokkurn tímann orðið vör við að fyrirsætubransanum fylgi eiturlyf og partílíf. „Auðvitað er það til en þetta er spurning um að gefa ekki færi á sér. Ef maður hefur ekki áhuga er manni ekki boðið. Það er að minnsta kosti mín reynsla." Foreldrar hennar lögðu henni lífsreglurnar áður en hún fór út og sögðu henni að sýna ávallt að hún hefði bein í nefinu. „Ég tók því mjög alvarlega enda ég er einmitt með smá útstætt bein í nefinu. Það var ekki annað hægt en taka þessum ráðleggingum bókstaflega," hlær Telma en bætir við að þessi útlitsbransi sé vissulega ekki fyrir hvern sem er og hún hafi búið sér til ótrúlega þykkan skráp með árunum. „Ég man eftir einu atviki þegar ég var að fara að ganga mína fyrstu sýningu fyrir Prada. Ég var örugglega rétt tæplega tvítug og vissi að þessi sýning var mér mjög mikilvæg. Miuccia Prada stóð fyrir framan mig að næla utan á mig fötin og segir við aðstoðarkonu sína að ég væri nú með aðeins of breitt mitti og mjaðmir. Hún hafði náttúrulega ekki hugmynd um að ég talaði ítölsku og skildi hvert orð sem hún sagði. Ég hélt andliti og lét á engu bera," rifjar Telma upp og vill meina að oftast sé best að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Maður þarf að vera reiðubúinn til að kyngja ýmsu. „Ég hef þurft að heyra margt og hef lært að hjá þessu fólki skiptir mestu máli að fötin komi sem best út. Þá gleymist stundum mannlega hliðin." Telma fullyrðir að hún hafi aldrei tekið það inn á sig og kannski sé hún þess vegna svona vel til þess fallin að starfa í hringiðu útlitsdýrkunar. „Maður þarf stöðugt að minna sig á að vera hógvær og jarðbundinn." D&G auglýsingin með Naomi. Mario Testino tók myndirnar. Bjargað af Naomi Campbell Telma vann öll sumur annaðhvort í Mílanó, París eða New York þangað til hún komst á menntaskólaaldurinn. Hún tók þá eitt ár í frí frá skóla og fór út að vinna en kom svo aftur heim og settist á skólabekk. „Ég fór í MH og líkaði vel. Fór samt út að gera verkefni ef mér bauðst eitthvað gott og eftir á að hyggja var ég alltaf með annan fótinn úti," segir Telma en þegar kennaraverkfallið skall á árið 2001 tók hún þá ákvörðun að flytja út. „Ég flutti til New York 6. október 2001. Bara þremur vikum eftir árásina á Tvíburaturnana og það var mjög skrýtinn tími í New York en á sama tíma yndislegur. Andrúmsloftið var sérstakt og allir fullir af náungakærleika." Þegar hún kom til New York var Telma svo heppin að hönnuðurinn Anna Sui tók ástfóstri við hana og kynnti hana fyrir fatahönnuðinum Marc Jacobs. „Hann réð mig í sínar sýningar og það er þannig að ef þú hefur gert sýningu fyrir Marc Jacobs ertu í góðum málum. Þá hefurðu öðlast virðingu og eftirtekt hjá öðrum." Boltinn fór að rúlla og Telma gerði til að mynda auglýsingaherferð fyrir Versus, Emporio Armani og ítalska merkið D&G sem var skotið af Mario Testino með ofurfyrirsætunni Naomi Campbell. „Það var mjög stórt verkefni og þegar ég kom var mér sagt að ég ætti bara að vera að vinna annan daginn en tökur stóðu yfir í tvo. Svo seinni daginn var ég í makindum mínum að slæpast upp á hótelherbergi þegar skrifstofan hringdi í mig brjáluð yfir því að ég væri ekki mætt upp í stúdíó. Ég fékk svitakast og hentist af stað. Maður er ekki seinn í tökur hjá Mario Testino. En þegar ég mætti voru allir biðstöðu því Naomi var auðvitað ekki mætt. Hún kom ekki fyrr en tveimur tímum seinna og enginn tók eftir að ég hafði verði sein. Það má því eiginlega segja að Naomi hafi bjargað mér þarna."Náttúrulækningar og skartgripagerð Telma gerir sér grein fyrir að nú sé farið að síga á seinni hlutann í þessu starfi en hún hefur mikinn áhuga á að læra náttúrulækningar og verða hómopati „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á óhefðbundnum læknavísindum en langafi minn, Guðmundur Ari Gíslason, var fyrsti hómopatinn á Íslandi með leyfi frá landlækni svo það má kannski segja að ég vilji feta í hans fótspor," segir Telma en einnig á hún hlut í skartgripaframleiðslu systur sinnar, Rakelar. „Það gerir óneitanlega búsetuna í New York skemmtilegri að hafa Rakel hjá mér. Við erum bestu vinkonur og gerum allt saman." Aðspurð hvort Telma ætli einhvern tímann að koma heim svarar hún játandi „Já, ætli ég segi ekki bara eins og alltaf, ég gef þessu hámark tvö ár í viðbót." Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þegar Telma Þormarsdóttir byrjaði að vinna sem fyrirsæta var ekkert internet og hún fékk kassettur með íslenskri tónlist sendar í pósti. Eftir 15 ár í bransanum lumar Telma á mörgum góðum sögum. Henni hefur verið bjargað af Naomi Campbell og orðið fyrir móðgun frá Miuccia Prada. „Þegar ég hugsa til baka núna geri ég mér grein fyrir að ég var ótrúlega ung þegar ég fór fyrst út í fyrirsætubransann," segir Telma Þormarsdóttir en hún hefur starfað sem fyrirsæta síðan hún var 15 ára og er enn að. Hún hefur unnið með mörgum af stærstu nöfnunum í tískuheiminum og ferðast út um allan heim til að sitja fyrir. „Öll ferðalögin sem fylgir starfinu heilluðu mig í byrjun og fengu mig til að halda áfram." Í dag býr Telma í New York en þar hefur hún verið í tæp tíu ár og unnið sem fyrirsæta. „Ég held alltaf að þetta sé að verða búið, að ég eigi bara hámark tvö ár eftir. En svo er alltaf ný vinna og á meðan mér finnst þetta gaman ætla ég að halda áfram," segir Telma hlæjandi.Uppgötvuð á fyrirsætunámskeiði „Þegar ég var 13 ára fékk vinkona mín fyrirsætu- og framkomunámskeið í gjöf og ég álpaðist með henni. Ég vissi í raun ekkert hvað þetta var en í einum tímanum kom þangað maður frá ítalskri umboðskrifstofu og fylgdist með okkur. Daginn eftir voru foreldrar mínir og ég kölluð á fund og hann og Kolbrún Aðalsteinsdóttir vildu bjóða mér út það sumar en foreldrum mínum þótti ég heldur ung þá og vildu kynna sér málin betur og það varð úr að ég fór út ári seinna," rifjar Telma upp. „Mamma og pabbi hafa alltaf stutt mig en sömuleiðis verið ströng og þau geta örugglega ekki beðið eftir að þetta taki enda og ég komi heim," hlær Telma. Fyrirsætuferillinn hjá Telmu byrjaði árið 1995 og þá fór hún út ásamt átta öðrum íslenskum stelpum. Á þessum tíma var ekkert net og engir farsímar. Telma hlustaði á kassettur og handskrifaði bréf til sinna nánustu. „Pabbi gaf mér farsíma sem ég kallaði Keikó því hann var svo stór - hlunkur með þvílíku loftneti og maður þurfti að öskra í símann til að heyra eitthvað fyrir suði. Mamma hringdi öll kvöld til ad tryggja að ég væri komin örugg heim eftir daginn, ég hugsa hún hafi sofið lítið fyrstu árin. Ég var alltaf að skrifa bréf og ná í pakka með nammi frá fjölskyldunni. Ég man sérstaklega eftir spólunum frá vinkonunum en þær tóku stundum upp útvarpsþáttinn Rólegt og rómantískt fyrir mig. Það var hughreystandi að hlusta á það þegar maður varð einmana í útlöndum," rifjar Telma upp og gerir sér um leið grein fyrir hversu langt er síðan. „Nú þakka ég fyrir Skype, Facebook og msn. Miklu auðveldara að halda sambandinu við vini og ættingja." „Maður þarf stöðugt að minna sig á að vera hógvær og jarðbundinn," segir Thelma. Elísabet Davíðsdóttir tók myndirnar af henni. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir var stílisti en fötin eru frá AFTUR. Unnið með þeim bestu Ítalski umboðsmaðurinn sem uppgötvaði Telmu á fyrirsætunámskeiðinu í Reykjavík var Dejan Markovic, eigandi Women-umboðsskrifstofunnar, og hann er enn þann dag í dag umboðsmaður Telmu. „Hann og Kolla voru í góðu sambandi við foreldra mina og ekki síst hugsuðu þau vel um mig úti." „Ég var mjög heppin að lenda strax á svona góðri skrifstofu enda hefðu foreldrar mínir aldrei tekið annað í mál þó þau hafi örugglega verið með áhyggjur," segir Telma en hún hefur unnið með mörgum af stærstu nöfnunum í fyrirsætubransanum, Sem dæmi má nefna stjörnuljósmyndarana Mario Testino og Steven Meisel, hún hefur sýnt fyrir Chanel, Burberry, Givenchy, Marc Jacobs, Prada og tekið þátt í herferðum H&M og Topshop. Telma þvertekur fyrir að hún hafi nokkurn tímann orðið vör við að fyrirsætubransanum fylgi eiturlyf og partílíf. „Auðvitað er það til en þetta er spurning um að gefa ekki færi á sér. Ef maður hefur ekki áhuga er manni ekki boðið. Það er að minnsta kosti mín reynsla." Foreldrar hennar lögðu henni lífsreglurnar áður en hún fór út og sögðu henni að sýna ávallt að hún hefði bein í nefinu. „Ég tók því mjög alvarlega enda ég er einmitt með smá útstætt bein í nefinu. Það var ekki annað hægt en taka þessum ráðleggingum bókstaflega," hlær Telma en bætir við að þessi útlitsbransi sé vissulega ekki fyrir hvern sem er og hún hafi búið sér til ótrúlega þykkan skráp með árunum. „Ég man eftir einu atviki þegar ég var að fara að ganga mína fyrstu sýningu fyrir Prada. Ég var örugglega rétt tæplega tvítug og vissi að þessi sýning var mér mjög mikilvæg. Miuccia Prada stóð fyrir framan mig að næla utan á mig fötin og segir við aðstoðarkonu sína að ég væri nú með aðeins of breitt mitti og mjaðmir. Hún hafði náttúrulega ekki hugmynd um að ég talaði ítölsku og skildi hvert orð sem hún sagði. Ég hélt andliti og lét á engu bera," rifjar Telma upp og vill meina að oftast sé best að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Maður þarf að vera reiðubúinn til að kyngja ýmsu. „Ég hef þurft að heyra margt og hef lært að hjá þessu fólki skiptir mestu máli að fötin komi sem best út. Þá gleymist stundum mannlega hliðin." Telma fullyrðir að hún hafi aldrei tekið það inn á sig og kannski sé hún þess vegna svona vel til þess fallin að starfa í hringiðu útlitsdýrkunar. „Maður þarf stöðugt að minna sig á að vera hógvær og jarðbundinn." D&G auglýsingin með Naomi. Mario Testino tók myndirnar. Bjargað af Naomi Campbell Telma vann öll sumur annaðhvort í Mílanó, París eða New York þangað til hún komst á menntaskólaaldurinn. Hún tók þá eitt ár í frí frá skóla og fór út að vinna en kom svo aftur heim og settist á skólabekk. „Ég fór í MH og líkaði vel. Fór samt út að gera verkefni ef mér bauðst eitthvað gott og eftir á að hyggja var ég alltaf með annan fótinn úti," segir Telma en þegar kennaraverkfallið skall á árið 2001 tók hún þá ákvörðun að flytja út. „Ég flutti til New York 6. október 2001. Bara þremur vikum eftir árásina á Tvíburaturnana og það var mjög skrýtinn tími í New York en á sama tíma yndislegur. Andrúmsloftið var sérstakt og allir fullir af náungakærleika." Þegar hún kom til New York var Telma svo heppin að hönnuðurinn Anna Sui tók ástfóstri við hana og kynnti hana fyrir fatahönnuðinum Marc Jacobs. „Hann réð mig í sínar sýningar og það er þannig að ef þú hefur gert sýningu fyrir Marc Jacobs ertu í góðum málum. Þá hefurðu öðlast virðingu og eftirtekt hjá öðrum." Boltinn fór að rúlla og Telma gerði til að mynda auglýsingaherferð fyrir Versus, Emporio Armani og ítalska merkið D&G sem var skotið af Mario Testino með ofurfyrirsætunni Naomi Campbell. „Það var mjög stórt verkefni og þegar ég kom var mér sagt að ég ætti bara að vera að vinna annan daginn en tökur stóðu yfir í tvo. Svo seinni daginn var ég í makindum mínum að slæpast upp á hótelherbergi þegar skrifstofan hringdi í mig brjáluð yfir því að ég væri ekki mætt upp í stúdíó. Ég fékk svitakast og hentist af stað. Maður er ekki seinn í tökur hjá Mario Testino. En þegar ég mætti voru allir biðstöðu því Naomi var auðvitað ekki mætt. Hún kom ekki fyrr en tveimur tímum seinna og enginn tók eftir að ég hafði verði sein. Það má því eiginlega segja að Naomi hafi bjargað mér þarna."Náttúrulækningar og skartgripagerð Telma gerir sér grein fyrir að nú sé farið að síga á seinni hlutann í þessu starfi en hún hefur mikinn áhuga á að læra náttúrulækningar og verða hómopati „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á óhefðbundnum læknavísindum en langafi minn, Guðmundur Ari Gíslason, var fyrsti hómopatinn á Íslandi með leyfi frá landlækni svo það má kannski segja að ég vilji feta í hans fótspor," segir Telma en einnig á hún hlut í skartgripaframleiðslu systur sinnar, Rakelar. „Það gerir óneitanlega búsetuna í New York skemmtilegri að hafa Rakel hjá mér. Við erum bestu vinkonur og gerum allt saman." Aðspurð hvort Telma ætli einhvern tímann að koma heim svarar hún játandi „Já, ætli ég segi ekki bara eins og alltaf, ég gef þessu hámark tvö ár í viðbót."
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira