Valentino er allur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. janúar 2026 17:28 Valentino lést á heimili sínu í Róm. Getty Tískumógúllinn Ludovico Clemente Garavani, best þekktur sem Valentino, er látinn 93 ára að aldri. Frá andláti Valentino er greint á Sky, en hann lést á heimili sínu í Róm fyrr í dag. Á miðvikudaginn fer fram kistulagning til heiðurs hönnuðinum á Mignanelli-torgi í Róm en hann verður borinn til grafar á föstudag. Valentino fæddist þann 11. maí 1932 í Voghera á Norður-Ítalíu. Hann vakti fyrst athygli í heimi tísku og hönnunar þegar hann lærði hátískusaum í París. Hann stofnaði sitt eigið fatamerki, Valentino, í Róm árið 1959. Árið 1960 kynntist hann Giancarlo Giammetti, nema í arkítektúr sem átti eftir að verða viðskiptafélagi hans til langs tíma. Saman gerðu þeir Valentino að heimsfrægu vörumerki en áttu þar að auki í ástarsambandi í tólf ár. Þekktasta hugverk hans er hinn svokallaði Valentino-rauði litur, sem einkenndi margar tískuvörur úr hans smiðju. Kjóla og flíkur Valentino mátti iðulega sjá á rauðum dreglum Hollywood frá því á seinni hluta síðustu aldar. Reese Witherspoon, Jennifer Lopez, Cate Blanchett, Elizabeth Taylor, Audrey Hepburn og Joan Collins eru meðal Hollywood-stjarna sem hafa skartað klæðnaði úr hans ranni í gegnum árin. Fréttin hefur verið uppfærð. Tíska og hönnun Andlát Ítalía Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Frá andláti Valentino er greint á Sky, en hann lést á heimili sínu í Róm fyrr í dag. Á miðvikudaginn fer fram kistulagning til heiðurs hönnuðinum á Mignanelli-torgi í Róm en hann verður borinn til grafar á föstudag. Valentino fæddist þann 11. maí 1932 í Voghera á Norður-Ítalíu. Hann vakti fyrst athygli í heimi tísku og hönnunar þegar hann lærði hátískusaum í París. Hann stofnaði sitt eigið fatamerki, Valentino, í Róm árið 1959. Árið 1960 kynntist hann Giancarlo Giammetti, nema í arkítektúr sem átti eftir að verða viðskiptafélagi hans til langs tíma. Saman gerðu þeir Valentino að heimsfrægu vörumerki en áttu þar að auki í ástarsambandi í tólf ár. Þekktasta hugverk hans er hinn svokallaði Valentino-rauði litur, sem einkenndi margar tískuvörur úr hans smiðju. Kjóla og flíkur Valentino mátti iðulega sjá á rauðum dreglum Hollywood frá því á seinni hluta síðustu aldar. Reese Witherspoon, Jennifer Lopez, Cate Blanchett, Elizabeth Taylor, Audrey Hepburn og Joan Collins eru meðal Hollywood-stjarna sem hafa skartað klæðnaði úr hans ranni í gegnum árin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tíska og hönnun Andlát Ítalía Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira