Jólabrauð með ljúffengu hátíðabragði 1. nóvember 2011 00:01 Gullið og girnilegt Lúsíubrauð, ilmandi af dýrasta kryddi heims, saffrani. Hver þjóð hefur sínar hefðir í sambandi við brauðbakstur fyrir jólin. Hér eru uppskriftir af nokkrum tegundum brauða sem tíðkast að baka í nágrannalöndum.LúsíubrauðLúsíubrauðLúsíubrauð er bakað í Svíþjóð fyrir Lúsíudaginn 13. desember og afgangurinn geymdur í frysti til jólanna. Brauðin eru sólgul smábrauð sem ilma af kryddi og heita á frummálinu Lusekatter. Þau eru formuð eins og geislar sem eiga að undirstrika ljósið sem dýrðlingurinn Lúsía kemur með í myrkrinu.Lúsíubrauð:125 g smjör5 dl mjólk2 tsk. (50 g) ger1/2 tsk. salt1 dl sykur (má nota annað til að sæta)1 g af saffrani2 egg16 dl hveiti (má nota spelt)Rúsínur til að skreyta meðEgg til að pensla brauðið Mjólkin er sett í pott og hituð í 37 gráður, smjörið sett í og látið bráðna. Gerinu bætt í blönduna ásamt saffraninu og sætan sett út í. Eggin eru þeytt sér og bætt út í ásamt hveiti. Deigið hrært og hnoðað létt. Hreint viskustykki lagt yfir og deigið látið lyfta sér í 30 mínútur. Hnoðað. Brauðin mótuð og sett á plötu og látin lyfta sér í aðrar 30 mínútur. Þá eru þau pensluð með eggi og skreytt með rúsínum. Brauðið má móta í alls konar form og snúninga, kransa og fléttur. Brauðið verður fljótt þurrt. Því er ágætt að frysta það og hita upp í ofni þegar á að borða það.StollenbrauðSumir halda að erfitt sé að baka Stollenbrauð en svo er ekki.Stollenbrauðið þýska er fallegt og bragðast vel með smjöri og heitu súkkulaði. Það er upprunnið í Dresden í kringum 1450 og átti upphaflega að minna á Jesúbarnið í reifum en lagið og liturinn minnti náumverkamennina á innganginn í námuna. Af því er nafnið dregið. Stollen þýðir námuop. Gerð þess tekur smátíma þar sem deigið þarf að lyfta sér yfir nótt en að öðru leyti er afar einfalt að búa það til.Stollenbrauð:3 3/4 bollar hveiti1 bolli sykur1/2 bolli volg mjólk3 tsk. ger9 msk. mjúkt smjör1 egg1/2 tsk. salt1 tsk. vanilludropar1 msk. rommkanill eftir smekkrifinn börkur af hálfri sítrónu1 bolli möndlur1/4 bolli sykraður sítrónubörkur1/4 bolli sykraður appelsínubörkur1 1/4 rúsínurSnjór 8 msk. smjör 3/4 bollar flórsykurSigtið hveitið í skál og gerið holu í miðjuna. Hellið 1/4 bolla af sykri og 1/4 bolla af mjólk í. Stráið gerinu yfir mjólkina og smá hveiti yfir gerið. Látið gerið jafna sig í tuttugu mínútur.Bætið afganginum af innihaldinu, nema mjólkinni, saman við. Notið svo örlítið af mjólk til að hnoða deigið saman. Breiðið hreint og rakt viskustykki yfir og látið lyfta sér yfir nótt. Hnoðið deigið aftur í eina mínútu og setjið svo á smurða bökunarplötu. Ýtið rúsínunum aftur inn í deigið ef þær standa út úr svo að þær brenni ekki. Penslið brauðhleifinn með afganginum af mjólkinni og bakið í forhituðum ofni við 180°C í 50 mínútur. Brauðið ætti að vera gullinbrúnt. Penslið með smjörinu meðan brauðið er enn heitt og stráið flórsykrinum yfir. Endurtakið ferlið nokkrum sinnum til að fá fallega hvíta áferð og til að stollenbrauðið geymist í margar vikur. Geymið í að minnsta kosti viku áður en borðað er.Finnskar bökur (bökur frá Kirjála)Finnskt brauð sem bakað er fyrir jólin. Ýmis heiti hafa verið notuð á þessar finnsku bökur en eftir að fólkið frá Kirjálahéraði dreifðist um allt Finnland eftir stríð hafa þær gengið undir nafninu Karjalan piirakat eða bökur frá Kirjála. Þær eru bestar volgar og nýbakaðar. Deigið2 dl vatn1 tsk. salt1,5 dl hveiti2,5 dl rúgmjöl Fylling Grjónagrautur (Nú á dögum er það oftast hrísgrjónagrautur en einnig má nota kartöflumús eða bygggraut.) Vatni, salti og mjöli blandað saman. Deiginu skipt jafnt í smábúta og þeir flattir út í þunnar, aflangar kökur (svipað og laufabrauð). Fylling sett á miðju kökunnar, kantarnir brettir upp og þeim þrýst niður með vísifingri þannig að smáfellingar myndist. Gott er að snúa aðeins upp á endana svo að þeir verði ekki of hvassir og brenni í ofninum. Bakað við 275° í 6-7 mín. Ef ofninn er með pitsustillingu er best að nota hana, þá verða bökurnar stökkar. Brauð Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Jólin eru drengjakórar Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól
Hver þjóð hefur sínar hefðir í sambandi við brauðbakstur fyrir jólin. Hér eru uppskriftir af nokkrum tegundum brauða sem tíðkast að baka í nágrannalöndum.LúsíubrauðLúsíubrauðLúsíubrauð er bakað í Svíþjóð fyrir Lúsíudaginn 13. desember og afgangurinn geymdur í frysti til jólanna. Brauðin eru sólgul smábrauð sem ilma af kryddi og heita á frummálinu Lusekatter. Þau eru formuð eins og geislar sem eiga að undirstrika ljósið sem dýrðlingurinn Lúsía kemur með í myrkrinu.Lúsíubrauð:125 g smjör5 dl mjólk2 tsk. (50 g) ger1/2 tsk. salt1 dl sykur (má nota annað til að sæta)1 g af saffrani2 egg16 dl hveiti (má nota spelt)Rúsínur til að skreyta meðEgg til að pensla brauðið Mjólkin er sett í pott og hituð í 37 gráður, smjörið sett í og látið bráðna. Gerinu bætt í blönduna ásamt saffraninu og sætan sett út í. Eggin eru þeytt sér og bætt út í ásamt hveiti. Deigið hrært og hnoðað létt. Hreint viskustykki lagt yfir og deigið látið lyfta sér í 30 mínútur. Hnoðað. Brauðin mótuð og sett á plötu og látin lyfta sér í aðrar 30 mínútur. Þá eru þau pensluð með eggi og skreytt með rúsínum. Brauðið má móta í alls konar form og snúninga, kransa og fléttur. Brauðið verður fljótt þurrt. Því er ágætt að frysta það og hita upp í ofni þegar á að borða það.StollenbrauðSumir halda að erfitt sé að baka Stollenbrauð en svo er ekki.Stollenbrauðið þýska er fallegt og bragðast vel með smjöri og heitu súkkulaði. Það er upprunnið í Dresden í kringum 1450 og átti upphaflega að minna á Jesúbarnið í reifum en lagið og liturinn minnti náumverkamennina á innganginn í námuna. Af því er nafnið dregið. Stollen þýðir námuop. Gerð þess tekur smátíma þar sem deigið þarf að lyfta sér yfir nótt en að öðru leyti er afar einfalt að búa það til.Stollenbrauð:3 3/4 bollar hveiti1 bolli sykur1/2 bolli volg mjólk3 tsk. ger9 msk. mjúkt smjör1 egg1/2 tsk. salt1 tsk. vanilludropar1 msk. rommkanill eftir smekkrifinn börkur af hálfri sítrónu1 bolli möndlur1/4 bolli sykraður sítrónubörkur1/4 bolli sykraður appelsínubörkur1 1/4 rúsínurSnjór 8 msk. smjör 3/4 bollar flórsykurSigtið hveitið í skál og gerið holu í miðjuna. Hellið 1/4 bolla af sykri og 1/4 bolla af mjólk í. Stráið gerinu yfir mjólkina og smá hveiti yfir gerið. Látið gerið jafna sig í tuttugu mínútur.Bætið afganginum af innihaldinu, nema mjólkinni, saman við. Notið svo örlítið af mjólk til að hnoða deigið saman. Breiðið hreint og rakt viskustykki yfir og látið lyfta sér yfir nótt. Hnoðið deigið aftur í eina mínútu og setjið svo á smurða bökunarplötu. Ýtið rúsínunum aftur inn í deigið ef þær standa út úr svo að þær brenni ekki. Penslið brauðhleifinn með afganginum af mjólkinni og bakið í forhituðum ofni við 180°C í 50 mínútur. Brauðið ætti að vera gullinbrúnt. Penslið með smjörinu meðan brauðið er enn heitt og stráið flórsykrinum yfir. Endurtakið ferlið nokkrum sinnum til að fá fallega hvíta áferð og til að stollenbrauðið geymist í margar vikur. Geymið í að minnsta kosti viku áður en borðað er.Finnskar bökur (bökur frá Kirjála)Finnskt brauð sem bakað er fyrir jólin. Ýmis heiti hafa verið notuð á þessar finnsku bökur en eftir að fólkið frá Kirjálahéraði dreifðist um allt Finnland eftir stríð hafa þær gengið undir nafninu Karjalan piirakat eða bökur frá Kirjála. Þær eru bestar volgar og nýbakaðar. Deigið2 dl vatn1 tsk. salt1,5 dl hveiti2,5 dl rúgmjöl Fylling Grjónagrautur (Nú á dögum er það oftast hrísgrjónagrautur en einnig má nota kartöflumús eða bygggraut.) Vatni, salti og mjöli blandað saman. Deiginu skipt jafnt í smábúta og þeir flattir út í þunnar, aflangar kökur (svipað og laufabrauð). Fylling sett á miðju kökunnar, kantarnir brettir upp og þeim þrýst niður með vísifingri þannig að smáfellingar myndist. Gott er að snúa aðeins upp á endana svo að þeir verði ekki of hvassir og brenni í ofninum. Bakað við 275° í 6-7 mín. Ef ofninn er með pitsustillingu er best að nota hana, þá verða bökurnar stökkar.
Brauð Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Jólin eru drengjakórar Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól