Jói G: Gleði barnanna og rauðkálið hennar mömmu 1. nóvember 2011 00:01 „En við komumst inn fyrir jól og þau voru svo yndisleg fyrir vikið." „Reyndar sofnaði ég í stólnum þegar ég átti að vera að lesa á pakkana en mér var fyrirgefið," segir Jóhann G. Jóhannsson leikari. „Ég á svo framsýna konu að jólapakkar eru flestir keyptir og margir frágengnir í byrjun desember," svarar Jóhann G. Jóhannsson leikari spurður út í hans undirbúning fyrir hátíðarnar. „Þá eru bara eftir gjafir fyrir þá nánustu og ég er yfirleitt mjög seinn með gjöfina handa konunni og ég lít á það meira sem jólahefð heldur en trassaskap."Jói ásamt félaga sínum leikaranum Atla Þór Albertssyni.„Tréð er keypt sirka tveimur vikum fyrir jól og hjá minni fjölskyldu var alltaf skreytt á þorláksmessu en það er búið að færa það fram um nokkra daga. Jólaserían utan á húsið er sett í gang og jólaísinn gerður og nú innleiddi ég nýja hefð sem var að fara á rjúpu," segir Jóhann.Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Gleði strákanna minna og tilhlökkun, Harry Connick jr jóladiskurinn minn, snjór, svínabógur og rauðkálið hennar mömmu," svarar Jóhann.„Harry Connick jr jóladiskurinn minn, snjór, svínabógur og rauðkálið hennar mömmu."„Jólin 2006 þegar við kláruðum að taka íbúðina okkar í gegn," svarar Jóhann þegar við spyrjum hann út í eftirminnileg jól.„Við fluttum inn 23. desember en héldum jólin heima, á nýrri eldavél sem var ekki búið að stilla gasið á og minnti meira á eldvörpu en eldavél, fúgan á flísunum enn rök og ekki mátti snerta veggina því önnur umferðin af málningunni var ekki alveg þurr," segir hann.Jóhann lék Bárð í Stundinni okkar. Með honum á myndinni er Þóra Sigurðardóttir, sem fór með hlutverk Birtu.„En við komumst inn fyrir jól og þau voru svo yndisleg fyrir vikið."„Reyndar sofnaði ég í stólnum þegar ég átti að vera að lesa á pakkana en mér var fyrirgefið," segir Jóhann.„Við fjölskyldan verðum heima eins og undanfarin ár," svarar Jóhann spurður út í aðfangadagskvöldið í ár. „Við verðum mögulega með tvískiptan matseðil í ár en annars verður það frekar hefðbundið, förum smá rúnt með pakka um morguninn, strákarnir horfa á jóladagskrána í sjónvarpinu, bað og jólafötin, maturinn, smartísgrautur og verðlaun, aðalréttur og svo ís á eftir," segir Jóhann.„Gengið frá eftir matinn og svo farið í pakkana. Eftir pakka er mátað, græjur prófaðar og hringt og þakkað fyrir, svo er farið að sofa," segir hann.-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól
„Ég á svo framsýna konu að jólapakkar eru flestir keyptir og margir frágengnir í byrjun desember," svarar Jóhann G. Jóhannsson leikari spurður út í hans undirbúning fyrir hátíðarnar. „Þá eru bara eftir gjafir fyrir þá nánustu og ég er yfirleitt mjög seinn með gjöfina handa konunni og ég lít á það meira sem jólahefð heldur en trassaskap."Jói ásamt félaga sínum leikaranum Atla Þór Albertssyni.„Tréð er keypt sirka tveimur vikum fyrir jól og hjá minni fjölskyldu var alltaf skreytt á þorláksmessu en það er búið að færa það fram um nokkra daga. Jólaserían utan á húsið er sett í gang og jólaísinn gerður og nú innleiddi ég nýja hefð sem var að fara á rjúpu," segir Jóhann.Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Gleði strákanna minna og tilhlökkun, Harry Connick jr jóladiskurinn minn, snjór, svínabógur og rauðkálið hennar mömmu," svarar Jóhann.„Harry Connick jr jóladiskurinn minn, snjór, svínabógur og rauðkálið hennar mömmu."„Jólin 2006 þegar við kláruðum að taka íbúðina okkar í gegn," svarar Jóhann þegar við spyrjum hann út í eftirminnileg jól.„Við fluttum inn 23. desember en héldum jólin heima, á nýrri eldavél sem var ekki búið að stilla gasið á og minnti meira á eldvörpu en eldavél, fúgan á flísunum enn rök og ekki mátti snerta veggina því önnur umferðin af málningunni var ekki alveg þurr," segir hann.Jóhann lék Bárð í Stundinni okkar. Með honum á myndinni er Þóra Sigurðardóttir, sem fór með hlutverk Birtu.„En við komumst inn fyrir jól og þau voru svo yndisleg fyrir vikið."„Reyndar sofnaði ég í stólnum þegar ég átti að vera að lesa á pakkana en mér var fyrirgefið," segir Jóhann.„Við fjölskyldan verðum heima eins og undanfarin ár," svarar Jóhann spurður út í aðfangadagskvöldið í ár. „Við verðum mögulega með tvískiptan matseðil í ár en annars verður það frekar hefðbundið, förum smá rúnt með pakka um morguninn, strákarnir horfa á jóladagskrána í sjónvarpinu, bað og jólafötin, maturinn, smartísgrautur og verðlaun, aðalréttur og svo ís á eftir," segir Jóhann.„Gengið frá eftir matinn og svo farið í pakkana. Eftir pakka er mátað, græjur prófaðar og hringt og þakkað fyrir, svo er farið að sofa," segir hann.-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól