Um hverja er njósnað? Óli Kr. Ármannsson skrifar 22. janúar 2011 06:30 Snemma í janúar krafðist bandaríska dómsmálaráðuneytið þess að fá gögn samskiptavefsins Twitter um Birgittu Jónsdóttur þingkonu Hreyfingarinnar. Um leið var krafist gagna um Julian Assange, ritstjóra Wikileaks, Jacob Applebaum og Rop Gonggrijp, sem báðir hafa starfað með Wikileaks, og um Bradley Manning, bandarískan hermann sem yfirvöld vestra hafa grunaðan um að hafa lekið til Wikileaks gögnum um stríðsrekstrur Bandaríkjanna. Á meðal þeirra gagna er myndband sem vakti mikla athygli í fyrravor og sýndi loftárás Bandaríkjahers á óbreytta borgara og fréttamenn Reuters í Bagdad. Krafist var gagna allt frá því í nóvember 2009 þegar talið er að tengsl hafi komist á milli Wikileaks og Mannings. Á árinu 2009 hóf Birgitta einnig samstarf við uppljóstunarvefinn og vann, ásamt fréttamönnum Ríkisútvarpsins, að birtingu myndbandsins. Með þessa atburðarás í huga gæti einhverjum dottið í hug að hrapað hafi verið að ályktunum Wikileaks og Birgitta sjálf hafa verið orðuð við fartölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis í febrúarbyrjun í fyrra. „Það vekur auðvitað grunsemdir, svo það sé bara sagt, að þessi tölva hafi fundist í skrifstofuhúsnæði Hreyfingarinnar, ekki síst vegna tengsla eins háttvirts þingmanns við vef sem hefur það að markmiði að birta illa fengin gögn," sagði þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson í umræðum á Alþingi í fyrradag. Jón Gunnarsson þingmaður bætti í og benti á að Julian Assange og jafnvel fleiri frá Wikilieaks hafi verið á svæðinu á þessum tíma. Vert er að geta þess að umræddri tölvu var komið fyrir í skrifstofu sem ekki var í notkun og virðist hafa verið ætlað að brjótast inn á innri vef Alþingis, eða hlera einhver þau samskipti sem fram fóru í húsnæðinu. Rannsókn lögreglu skilaði hins vegar engu. Nú getur maður spurt sig hvort Birgitta Jónsdóttir hafi þurft á einhverri leynitölvu að halda til að komast í gögn á innri vef Alþingis. Væntanlega standa henni þar allar dyr opnar. Skrifstofan sem tölvan fannst í er hins vegar við hliðina á skrifstofu Birgittu Jónsdóttur. Nær lagi væri að velta því upp hver kynni að hafa af því hag að njósna um Birgittu og samstarfsmenn hennar, svo sem Julian Assange. Þá væri auðvitað stílbrot af Wikileaks, sem byggir á því að fólk leki til vefsins trúnaðargögnum, að hafa þarna beitt sér í njósnastarfsemi. Slík iðja hefur til þessa fremur verið á annarra höndum, svo sem lögreglu eða leyniþjónustum. Nærtækara virðist að spyrja hvort íslensk lögregluyfirvöld hafi verið FBI eða CIA innan handar við að njósna um samstarfsfólk Wikileaks. Auðvitað er alvörumál ef einhver getur komið njósnabúnaði fyrir í húsnæði Alþingis. Mikilvægt er samt að fara ekki út af sporinu í vangaveltum um hver gerði hvað. Málið er óupplýst og skaði virðist óverulegur. Eins og sakir standa er líklega heilladrýgst að reyna að fyrirbyggja að eitthvað viðlíka endurtaki sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Snemma í janúar krafðist bandaríska dómsmálaráðuneytið þess að fá gögn samskiptavefsins Twitter um Birgittu Jónsdóttur þingkonu Hreyfingarinnar. Um leið var krafist gagna um Julian Assange, ritstjóra Wikileaks, Jacob Applebaum og Rop Gonggrijp, sem báðir hafa starfað með Wikileaks, og um Bradley Manning, bandarískan hermann sem yfirvöld vestra hafa grunaðan um að hafa lekið til Wikileaks gögnum um stríðsrekstrur Bandaríkjanna. Á meðal þeirra gagna er myndband sem vakti mikla athygli í fyrravor og sýndi loftárás Bandaríkjahers á óbreytta borgara og fréttamenn Reuters í Bagdad. Krafist var gagna allt frá því í nóvember 2009 þegar talið er að tengsl hafi komist á milli Wikileaks og Mannings. Á árinu 2009 hóf Birgitta einnig samstarf við uppljóstunarvefinn og vann, ásamt fréttamönnum Ríkisútvarpsins, að birtingu myndbandsins. Með þessa atburðarás í huga gæti einhverjum dottið í hug að hrapað hafi verið að ályktunum Wikileaks og Birgitta sjálf hafa verið orðuð við fartölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis í febrúarbyrjun í fyrra. „Það vekur auðvitað grunsemdir, svo það sé bara sagt, að þessi tölva hafi fundist í skrifstofuhúsnæði Hreyfingarinnar, ekki síst vegna tengsla eins háttvirts þingmanns við vef sem hefur það að markmiði að birta illa fengin gögn," sagði þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson í umræðum á Alþingi í fyrradag. Jón Gunnarsson þingmaður bætti í og benti á að Julian Assange og jafnvel fleiri frá Wikilieaks hafi verið á svæðinu á þessum tíma. Vert er að geta þess að umræddri tölvu var komið fyrir í skrifstofu sem ekki var í notkun og virðist hafa verið ætlað að brjótast inn á innri vef Alþingis, eða hlera einhver þau samskipti sem fram fóru í húsnæðinu. Rannsókn lögreglu skilaði hins vegar engu. Nú getur maður spurt sig hvort Birgitta Jónsdóttir hafi þurft á einhverri leynitölvu að halda til að komast í gögn á innri vef Alþingis. Væntanlega standa henni þar allar dyr opnar. Skrifstofan sem tölvan fannst í er hins vegar við hliðina á skrifstofu Birgittu Jónsdóttur. Nær lagi væri að velta því upp hver kynni að hafa af því hag að njósna um Birgittu og samstarfsmenn hennar, svo sem Julian Assange. Þá væri auðvitað stílbrot af Wikileaks, sem byggir á því að fólk leki til vefsins trúnaðargögnum, að hafa þarna beitt sér í njósnastarfsemi. Slík iðja hefur til þessa fremur verið á annarra höndum, svo sem lögreglu eða leyniþjónustum. Nærtækara virðist að spyrja hvort íslensk lögregluyfirvöld hafi verið FBI eða CIA innan handar við að njósna um samstarfsfólk Wikileaks. Auðvitað er alvörumál ef einhver getur komið njósnabúnaði fyrir í húsnæði Alþingis. Mikilvægt er samt að fara ekki út af sporinu í vangaveltum um hver gerði hvað. Málið er óupplýst og skaði virðist óverulegur. Eins og sakir standa er líklega heilladrýgst að reyna að fyrirbyggja að eitthvað viðlíka endurtaki sig.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun