Myrkari og rafrænni tónar 3. febrúar 2011 17:00 Strákarnir í White Lies hafa gefið út sína aðra plötu, Ritual. Nordicphotos/Getty Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira