Myrkari og rafrænni tónar 3. febrúar 2011 17:00 Strákarnir í White Lies hafa gefið út sína aðra plötu, Ritual. Nordicphotos/Getty Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Breska tríóið White Lies er komið aftur á stjá tveimur árum eftir að platan To Lose My Life kom út. Myrkur danstaktur í anda Depeche Mode er orðinn meira áberandi en áður. Tvö ár eru liðin síðan frumburður bresku hljómsveitarinnar White Lies, To Lose My Life, kom út. Eitíslegt popp-rokkið hitti í mark, sér í lagi titillagið þar sem forsprakkinn Harry McVeig söng „Let"s grow old together - and die at the same time" á grípandi hátt. Platan fór beint í efsta sæti breska breiðskífulistans og sveitin var í framhaldinu valin besti nýi flytjandinn af tímaritunum Mojo og Q. Hljómsveitin hefur verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn síðustu tvö ár. Til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum spilaði White Lies á bandarísku tónlistarhátíðunum Coachella og Lollapalooza og einnig í spjallþáttum Davids Letterman og Jimmy Kimmel. Auk þess að vera aðalnúmerið á tónleikum víða um heim hitaði sveitin upp fyrir risana í Coldplay, Kings of Leon og Muse og því greinilegt að tækifærin hafa ekki verið af skornum skammti. Plata númer tvö, Ritual, er nýkomin út og þar er haldið áfram sem frá var horfið. Tónninn er orðinn örlítið myrkari og rafrænni í ætt við Depeche Mode en áhrif frá sveitum á borð við Joy Division, Interpol og The Killers eru þó enn fyrir hendi. Bassaleikarinn Charles Cave nefnir rafrokkarana í Nine Inch Nails sem sérstaka áhrifavalda á plötunni. Annar upptökustjóri hennar var einmitt Alan Moulder sem hefur unnið töluvert með Nails, þar á meðal stjórnaði hann upptökum á The Downward Spiral frá árinu 1994. „Ég hlustaði á þá vitandi að við ætluðum að vinna með Alan," sagði Cave. „Fram að því hafði ég lítið hlustað á þessa tónlist. En eftir að hafa hlustað á þá er ég yfir mig hrifinn af þeim. Þess vegna held ég að við höfum ákveðið að nota meiri raftónlist á plötunni." Fram undan hjá White Lies er tónleikaferð um Bretland í febrúar og í framhaldinu verður væntanlega farið í langt tónleikaferðalag um heiminn þar sem fagnaðarerindið verður boðað enn frekar. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira